Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 44
Hjálparstarf 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 F yrsta verkefni hennar var að til- kynna foreldrum drengs sem misst hafði annan fótinn fyrir ofan hné í bílslysi að ekki hefði verið hægt að bjarga honum. Drengurinn var á að giska fimm ára. Allt var reynt á spítalanum í Kunduz en samt dó drengurinn, hann komst einfaldlega of seint undir læknishendur. Helena Jónsdóttir er sálfræðingur að mennt og þjálfuð af Læknum án landa- mæra, þannig að hún var undir verkefnið búin. Viðbrögð foreldranna voru þó á annan veg en hún gerði ráð fyrir. Þau tóku þessum ömurlegu fréttum af miklu æðruleysi. „Ef þetta er vilji Allah, þá er það bara þannig.“ Íslendingnum brá að vonum en Helena segir nauðsynlegt að setja málið í sam- hengi. Stríð hafi geisað í Afganistan meira og minna í hálfan fjórða áratug og íbúar landsins beri þess óhjákvæmilega merki. Lífaldur fólks er fjörutíu ár og barnadauði gríðarlegur. Margt fólk eign- ast því mörg börn og gerir ráð fyrir því, frekar en hitt, að missa einhver af þeim. Ekki ólíkt því sem tíðkaðist hér um slóð- ir á nítjándu öld. Þegar þjóðin hokraði við nauman kost. Helena tekur skýrt fram að ekki bregð- ist allir foreldrar eins við andláti barna sinna í Kunduz. Skömmu áður en hún kom heim í byrjun vikunnar sinnti hún til dæmis fjölskyldu drengs sem var í al- gjöru áfalli vegna áverka sem hann varð fyrir í slysi. „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hefði ég þurft að til- kynna því fólki andlát drengsins. Sem betur fer kom ekki til þess, honum var bjargað,“ segir hún. Helena hefur starfað á spítalanum í Kunduz í Afganistan undanfarna sex mán- uði á vegum samtakanna Læknar án landamæra. Hlutverki hennar átti þar með að vera lokið en hún var beðin um að vera áfram fram í október og heldur því aftur utan í byrjun ágúst, eftir stutt frí hér heima. Ævintýragjörn að upplagi „Ég er ævintýragjörn að upplagi og mig hefur lengi langað að sinna hjálparstarfi í útlöndum. Ég tók á sínum tíma ákvörðun um að eignast ekki börn og hef ekki ver- ið í sambandi lengi. Þannig að ef ég er ekki týpan til að gera þetta þá veit ég ekki hver er það,“ segir Helena, spurð hvernig það hafi komið til að hún hélt til Afganistan. Hún kveðst hafa tekið ákvörðun um að skrá sig hjá Læknum án landamæra eftir sumarfrí í fyrra. „Mér líkaði alls ekki illa þar sem ég var að vinna en hugsaði samt með mér: Ég get ekki ekið sömu leið í vinnuna næstu þrjátíu árin. Þetta var sem sagt ekki merkilegri metnaður en það að mér dauðleiddist.“ Hún hlær. Ekki var flókið að leggja inn umsókn. Helena skráði sig gegnum heimasíðu Lækna án landamæra í Belgíu en var bent á að snúa sér til skrifstofu samtak- anna í Noregi sem hefur Ísland á sinni könnu. Henni var vel tekið en við tók langt ferli enda inntökuskilyrðin ströng hjá Læknum án landamæra. Samtökin taka ekki við hverjum sem er. Umsækj- andi þarf til dæmis að hafa að minnsta kosti þriggja ára faglega reynslu. Helena uppfyllti þau skilyrði en hún útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2010 og hefur unnið við fag sitt síðan. „Það vantar alltaf sálfræðinga til að taka að sér verkefni, eins lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Fólk með gott verkvit er líka vinsælt.“ Eftir að umsókn Helenu hafði verið samþykkt hélt hún utan í tíu daga þjálf- un í Ósló. Það var í desember á síðasta ári. Eftir það kom hún aftur heim til að bíða eftir sínu fyrsta verkefni. „Maður sækir ekki um ákveðin lönd, þetta veltur þvert á móti á verkefnum sem losna. Ég bjóst við að fara í eitthvert ebólu- verkefni, enda var þörfin brýn á þessum tíma, en þá losnaði staða í Afganistan og mér var úthlutað henni í janúar.“ Kunduz-borg er í samnefndu héraði í norðurhluta Afganistan og er hern- aðarlega mjög mikilvæg í átökunum sem standa yfir í landinu. „Kunduz er æðin yfir til Rússlands og Mongólíu og átök hafa staðið um hana lengi. Afganski her- inn ræður borginni en andstæðingar rík- isstjórnarinnar hafa reynt að ná henni á sitt vald á umliðnum árum. Án árangurs,“ segir Helena. Læknar án landamæra opna stöðvar sínar þar sem þörfin er mest. Til dæmis þar sem heilbrigðiskerfið á svæðinu er hreinlega fallið eða það er óaðgengilegt fyrir fólk, til dæmis vegna fjárhags, stöðu eða af öðrum ástæðum. Helena segir gríðarlegan skort á heilbrigðisstarfsfólki í Afganistan enda sé kerfið undirmannað og alls ekki á því gæðastigi sem það þyrfti að vera. „Markmið okkar er að þjálfa fólk upp og skilja kerfið eftir í höndum heimamanna. Það gengur svona þokkalega í Kunduz.“ Starf Helenu er bundið við sjúkrahúsið og verkefnið að sinna andlegri heilsu sjúklinga og aðstandenda þeirra. Íbúar Kunduz tala litla sem enga ensku og túlkur fylgir því Helenu hvert fótmál. Hún segir samskiptin ganga vel. Um 35% þeirra sem leita læknis í Kun- duz gera það vegna stríðsins, þar á með- al fjölmörg börn. Minna er um að konur leiti læknis vegna stríðsins enda eru þær mun minna á ferðinni en karlar. „Þær koma meira vegna bílslysa eða átaka inn- an fjölskyldna þeirra,“ segir Helena. Þrjátíu manns aflimaðir í júní Hún segir alvarleg bílslys mjög algeng í Kunduz enda troði fólk sér gjarnan í bíla, allt að tíu manns í venjulegan fólksbíl. Þá sé barna alls ekki nægilega vel gætt í Afganistan og mikið sé um höfuðáverka eftir til dæmis fall fram af húsþökum. „Það liggur við að þetta sé átakanlegra en stríðið,“ segir hún. Eins og gefur að skilja kemur fólk inn á bráðamóttökuna í Kunduz með stærri og meiri áverka en tíðkast á Landspít- alanum í Fossvoginum. Í júnímánuði ein- um þurfti að aflima þrjátíu manns sem er reyndar töluvert meira en í meðalmánuði. Helena segir flesta taka slíku áfalli af stóískri ró og nefnir sem dæmi 23 ára gamlan mann sem missti báða fætur fyrir skemmstu. „Jæja, þetta er vilji Allah,“ mun hann einfaldlega hafa sagt. Helena segir trúna skipta miklu máli í lífi fólksins á þessum slóðum. „Ég veit satt best að segja ekki hvar þetta fólk væri statt hefði það ekki trúna. Andleg heilsa þess væri að minnsta kosti mun lakari. Inn í þetta spila líka langtímarask- anir vegna stríðsátaka. Fólk er löngu orð- ið dofið á líkama og sál.“ Helena ber afgönsku þjóðinni afar vel söguna. Hún hafi ekki hitt gestrisnara fólk. „Fólkið í Kunduz bauð mig strax hjartanlega velkomna og hefur baðað mig í gjöfum. Fólk sem varla hefur til hnífs og skeiðar. Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að flytja þetta allt með mér heim. Fjölmargir hafa boðið mér að búa hjá sér og sumir meira að segja boðist til að gefa mér börnin sín. Eins und- arlega og það hljómar. En þakklætið skín í gegn. Þetta fólk vill öllum vel.“ Einu samskipti Helenu við heimamenn eru á spítalanum en reglum samkvæmt má hún ekki vera á ferli í borginni. Henni er því ekið til og frá vinnu og ber að halda sig heima utan vinnutíma. Unnið er tíu tíma á dag, sex daga vikunnar, og segir Helena fríið alls ekki mega vera meira enda sé drepleiðinlegt að hanga heima milli vakta. „Þetta fyrirkomulag er mjög erfitt fyrir konu eins og mig, sem vill helst vera úti að hlaupa eða hjóla í frítímanum. Ég reyndi tvisvar eða þrisvar að hlaupa kringum húsið en það var ekki að gera sig.“ Hún hlær. Ekki bætir úr skák að loftræstingin hefur átt það til að bila á heimilinu – sem er alls ekki vinsælt þegar hitinn er 40 gráður og meira. Hún býr með fimmtán til tuttugu öðr- um starfsmönnum Lækna án landamæra og starfsmannaveltan er mikil. „Það hjálp- ar manni að halda geðheilsunni að búa með öðru fólki en þessi innilokun er samt mjög erfið. Ef ekki væri fyrir hana gæti ég vel hugsað mér að vera lengur í Afg- anistan.“ Einn annar Íslendingur hefur verið í Kunduz meðan Helena hefur dvalist þar, Lára Jónasdóttir. Hún sinnir nú sérverk- efnum í höfuðborginni, Kabúl. Helena segir konur búa við þröng fé- lagsleg skilyrði í Afganistan. Þær megi til dæmis aðeins hafa samskipti við karla sem eru tengdir þeim nánum fjöl- skylduböndum. Þær mega heldur ekki fara út fyrir borgina nema í fylgd karl- manns og þurfi að hylja sig frá hvirfli til ilja. Búrkurnar séu þannig gerðar að að- eins sé net fyrir augum. Þar sem Helena er heilbrigðisstarfs- maður á þetta ekki við um hana. „Ég má umgangast karla eftir þörfum og ekkert tiltökumál þótt ég sé í nánari samskiptum við þá en gengur og gerist með heima- konur,“ segir hún brosandi. Eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin árið 2001 var gengið milli bols og höfuðs á stjórn talíbana í Afganistan og hefur herinn farið með völd í landinu síðan. Skærur eru þó miklar enda hafa and- stæðingar ríkisstjórnarinnar verið að sækja í sig veðrið á ný. Helena segir al- menning í landinu þrá frið og undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli ríkis- stjórnar og andstæðinga hennar í því skyni að hleypa andstæðingum hennar að borðinu aftur. Finnst hún örugg í Kunduz Vígamenn andstæðinga ríkisstjórnarinnar koma reglulega niður fjöllin frá Pakistan í þeim tilgangi að ná hernaðarlega mik- ilvægum svæðum á sitt vald. Það á við um Kunduz en þeim hefur ekki orðið kápan úr því klæðinu enn sem komið er. Þrátt fyrir þessi átök finnst Helenu hún örugg í Kunduz. „Það er kannski skrýtið að segja það þegar flugskeyti eru daglegt brauð. En það er allt herinn að verja borgina fyrir ágangi andstæðinga sinna. Skeytin fara sem sagt út úr borg- inni en ekki inn í hana. Eina skiptið sem ég hef orðið virkilega hrædd var í jarð- skjálfta eina nóttina. Þá skalf allt og nötraði enda þótt skjálftinn væri ekki nema 3,2 á Richter – sem þykir ekki mikið hér heima. Þessa nótt áttaði ég mig á því að búið er að kenna okkur allt, nema að bregðast við jarðskjálfta.“ Í eitt skipti var Helenu og félögum hennar snúið frá spítalanum á síðustu stundu vegna stríðsástands innan veggja hans. Á daginn kom að þar voru á ferð- inni stjórnarhermenn í leit að andstæð- ingum sem ekki voru á spítalanum. Her- Veit ekki úr hverju þetta fólk er gert HELENA JÓNSDÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR HEFUR UNDANFARNA SEX MÁNUÐI STARFAÐ Á SPÍTALA Í BORGINNI KUN- DUZ Í AFGANISTAN Á VEGUM LÆKNA ÁN LANDAMÆRA. HÚN SEGIR HEILBRIGÐISKERFI LANDSINS LANGT FRÁ ÞVÍ AÐ VERA NÓGU GOTT OG DÁIST AÐ ÆÐRULEYSI OG HÖRKU FÓLKSINS Í ÞESSU STRÍÐSHRJÁÐA LANDI. HÚN SEGIR LÍFSREYNSLUNA HAFA BREYTT SÉR OG HVETUR FLEIRI ÍSLENDINGA TIL AÐ GANGA TIL LIÐS VIÐ SAMTÖKIN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.