Skagfirðingabók - 01.01.1999, Side 18
SKAGFIRÐINGABÓK
búnu flutrist hún með drenginn á fyrsta ári til Skagafjarðar. Þá
var Þorsteinn orðinn afhuga ráðahagnum.
Næsta ævintýri Þorsteins var að gifta sig 1925. Sú kona var
Anna Jósepsdóttir frá Áshildarholti, Jónssonar. Jósep var bróð-
ir Ingibjargar Jónsdóttur húsfreyju á Skíðastöðum á Neðri-
byggð, konu Hannesar Péturssonar sterka. Seinni maður henn-
ar var Gísli Björnsson fasteignasali í Reykjavík. Þau skildu.
Eftir myndum að dæma hefur Anna verið með fallegri stúlk-
um sinnar sveitar. Hún var rösk kona, en Þorsteinn sigldi lágt
og fór með löndum. Þau bjuggu á mörgum jörðum í Skaga-
firði. Flest voru það rýrðarkot. Þau áttu tvö börn, er náðu full-
orðinsaldri: Helgu kennara og Indriða G. rithöfund m.m. Hann
er ritfær og hagmæltur eins og föðurætt hans, en er þó líkari í
móðurættina. Þeir eru þremenningar, Hannes Pétursson skáld
og Indriði, báðir þekktir menn á ritvelli lífsins.
Hagmælska Þorsteins frá Gilhaga var meiri en margra ann-
arra skálda, þó að vísur hans séu allflestar lítt vandaðar dægur-
flugur, ódýrar að rími og allri gerð. (Sjá Skagfirðingabók 14.
hefti, bls. 148—174). Þó voru kvæði hans listagóð og ekki síst
eftirmæli þau, sem ég hef séð. Hann fór vel með óbundið mál,
bæði efni og málfar. Hann gat verið fljótur að setja saman bros-
legt efni í stöku, t.d. þegar Jóhann bróðir hans á Mælifellsá
keypti heim þrjár tunnur, sem áttu að vera fullar af lýsi, en
óviljandi var sjór í einni. Þetta frétti Steini og kvað þá eftirfar-
andi vfsu, bestu vísu, sem ég hef heyrt eftir hann. Hún er bæði
bráðfyndin og hringhenda að rími:
Hafa þó að bregðist beit
bændur nóg af ráðum.
Flytja sjóinn fram í sveit
og fara að róa bráðum.
Þau hjónin fluttust til Akureyrar 1939 og áttu þar heima í
nokkur ár. Síðan fóru þau til Reykjavíkur, keyptu baðhús af
16