Skagfirðingabók - 01.01.1999, Page 30
SKAGFIRÐINGABÓK
aðra hæðina á svipuðu verði og allt húsið kostaði. Síðan bjó
Guðríður þar og vann alla daga í físki, lengst af hjá Fiskiðjunni
h/f eða til ársins 1982, er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Ungarnir flugu úr hreiðrinu, og eru þau öll úr þessari sögu, en
Guðríður lést á Sauðárkróki 1. febrúar 1994.
Börn Þorbergs og Guðríðar voru:
1. Anna Björg, f. 1. ágúst 1937 á Mælifelli, starfar við fisk-
vinnslu í Sandgerði samhliða húsmóðurstörfum. Maður, Heið-
ar Vilhjálmur Snorrason, f. 27. maí 1942 í Reykjavík, f.v.
starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Foreldrar: Snorri Hólm Vil-
hjálmsson múrari í Ytri-Njarðvík, og k.h. Sólbjörg Guð-
mundsdóttir.
2. Óskírt sveinbarn, nefnt Þorsteinn, f. 2. sept. 1938 í
Hvammkoti, d. 7. mars 1939 á sama stað.
3. Þorsteinn, f. 11. febr. 1940 á Steinsstöðum, d. 13- apríl
1995, varð bráðkvaddur á heimili sínu. Rafvirki, bóndi og sjó-
maður í Víðidalsá í Strandasýslu. Maki, Ingibjörg Vermunds-
dóttir húsmóðir, f. 30. des. 1944 í Sunnudal í Strandasýslu.
Foreldrar: Vermundur Jónsson bóndi lengst í Sunnudal, en síð-
ast á Víðidalsá, og k.h. Sigrún Hjartardóttir.
4. Sigríður Hanna, f. 7. maí 1941 á Brenniborg. Húsmóðir og
verkakona á Sauðárkróki. Maður, Emil Vilhjálmur Vilhjálms-
son, f. 29. des. 1944 í Rv., trésmiður hjá Trésmiðjunni Borg á
Sauðárkróki. Þau skildu. Foreldrar Vilhjálmur Eyjólfsson versl-
unarmaður í Keflavík, og k.h. Jóhanna Einarsdóttir.
5. Tryggvi, f. 7. des. 1942 á Brenniborg, sjómaður og verka-
maður á Sauðárkróki. Maki, Fanney María Stefánsdóttir Hólm
húsmóðir og verkakona á Sauðárkróki, f. 29- mars 1955. Þau
skildu. Foreldrar: Stefán Leó Hólm verkstjóri á Sauðárkróki, og
k.h. Björg Þóra Pálsdóttir.
6. lndriði, f. 14. okt. 1947 á Sauðá, d. 16. des. sama ár.
28