Skagfirðingabók - 01.01.1999, Page 37
ÞORBERGUR ÞORSTEINSSON FRÁ SAUÐÁ
heim, eða fimm hundruð krónur". Þá spratt þessi lasburða
maður upp eins og stálfjöður og segir. „Peninga líka! Fékkstu
ekki nóg að borða?“ Jú, og Þorbergur þakkaði fyrir matinn, en
eftir nokkrar vandræðalegar vangaveltur galt hreppstjórinn
vetrarmanninum féð, en lét hann vita, að svona greiðslu hefði
hann hvergi fengið annars staðar en hjá sér. Frá þessu heimili
og því ágæta fólki átti Þorbergur hlýjar endurminningar, og
var ánægður yfir þvf að hafa getað látið gott af sér leiða.
Þorbergur var mörg ár samfellt á Hólmi í Austur-Landeyjum.
Bóndinn þar hafði farist af slysförum og Þorbergur var beðinn
að koma þangað. Það mun hafa verið fyrir atbeina konu frá
Berjanesi þar í grenndinni, sem hafði kynnst Þorbergi í Kefla-
vík, verið þar ráðskona. Þarna var stórbú, 40 beljur og nóg af
vélum og tækjum og Þorbergur hirti kýrnar.
Þarna var Þorbergur í felum fyrir Bakkusi og nánast alltaf
þurr. Ef hann fór í bæinn og datt í það og ætlaði að vera viku í
fríi þá var hann oftast kominn heim daginn eftir. Þorbergur
hirti kýrnar, var heimaríkur með sitt og treysti illa öðrum fyr-
ir þeim. Það kom líka í ljós, ef hann fór burtu eitthvað lengur
og aðrir þurftu að sinna kúnum, þá snarlækkaði í þeim nytin
og kostaði langan tíma að ná þeim upp aftur. Samt mjólkaði
Þorbergur aldrei, mátti það ekki vegna þess að hann hafði exem
á höndunum.
Þarna átti Þorbergur að mörgu leyti sín bestu ár og bast ævi-
langri vináttu við fólkið á bænum.
Á vertíð í 'Vestmannaeyjum
Þegar Þorbergur kom til Reykjavíkur varð hann hálfgert rekald
eins og ég o.fl. Hann eignaðist þar varasaman félaga, sem var á
valdi Bakkusar, enda var hann tilbeðinn þar á meðan nokkur
von var um drykk. En Þorbergur var eins og kötturinn. Hann
hafði níu líf, og enn reif hann sig upp, fór á vertíð til Vest-
mannaeyja, og þær urðu sex áður en lauk. Þar flatti hann gol-
35