Skagfirðingabók - 01.01.1999, Page 44
SKAGFIRÐINGABÓK
við snæristeyming og allir angar á lofti. Ferðamaðurinn sá
knapann snara sér af baki við Holtsapótek. Honum fannst hann
kannast við andlitið og kannaði málið, þekkti þar Þorberg
vin sinn og venslamann. Þorbergur lengir í snærinu svo hann
næði að afgreiðsluborðinu, þar sem hann bað um eitt glas af
spíra, sem þá var kallaður kogari eða lampaspritt. Ekki virtist
það auðfengið, en tókst þó. Þá fannst ferðalangnum hann heyra
þessa hringhendu út um gættina:
Við þig þrasa vart ég má
vanur masi og pínum.
Þetta glas var gott að fá
geymt í vasa mínum.
Þegar Beggi kom út, heilsuðust þeir og spurðu frétta. Þá kom
það upp, að Þorbergur hirti hesta fyrir einn góðborgara Reykja-
víkur í skúr við Kleppsmýrarveg, og hann var beðinn að liðka
þá daglega. Þessi sprettur væri hinn vanabundni og hæfilega
langur. Síðan var hendi lyft í kveðjuskyni, og hvor hélt sína
leið.
Slysfarir í Vestmannaeyjum og Fljótum
Eitt sinn, er Þorbergur var við löndun á fiski úr togara í Vest-
mannaeyjahöfn, lenti hann í þrengingum við kassastafla og gat
ekki forðað sér frá vörubíl, sem var bakkað undir fisksíló. Bíl-
stjórinn tók ekki eftir Þorbergi og vissi ekki af því, að hann
keyrði yfir allar tær hans og ristar á báðum fótum. Eftir þetta
áfall var Þorbergur ekki vinnufær í nokkra daga, en fór þó ekki
til læknis. Taldi sig vera óbrotinn og þetta mundi lagast eins
og önnur áföll lífsins. Merkilegt má það teljast, að ekki skyldu
fætur hans merjast sundur, því bíllinn var 15 tonn að þyngd.
Sennilega hefur dekkið verið lint og lagað sig eftir fótunum og
svo stígvélin góðu dregið eitthvað úr. Þetta slys taldi Þorberg-
42