Skagfirðingabók - 01.01.1999, Side 67
MINNINGAR FRÁ ÁRDÖGUM ÚTVARPS
ákaflega vel, þótt hvassviðrið væri svo mikið, að varla sæi handa
skil. Einnig var myrkur að skella á, svo að hafa varð hröð hand-
tök.
Þegar við komum út að trillunni, var það fyrsta sem ég gerði
að taka sex kindur yfir til okkar. Jón í Lónkoti vildi helzt reyna
að bjarga bátnum, en það var sjáanlega vonlaust eins og aðstæð-
ur voru. Um leið og Súlan yrði losuð, myndum við hvorki ráða
við hana né bátinn sem við vorum á. Var það ráð tekið að róa
með þessar sex kindur upp og losa okkur við þær. Var nú orðið
svo skuggsýnt, að varla mátti greina kindurnar frá jarðvegin-
um, þegar þær komu upp í bakkann.
Nú fórum við hina ferðina, og þótti mér tvísýna á, að það
tækist, en einhvern veginn heppnaðist það. Við náðum mönn-
unum og þessum fjórum kindum, og var þá komið svartamyrk-
ur. Fengum við rétt greint, hvar við vorum staddir meðfram
bakkanum og börðum svo með landinu út á Mýrnavík. Það
ætlaði ekki að ganga of vel vegna vindhviðanna. Við komumst
þó heilu og höldnu og settum bátinn þar vel upp, eins langt og
mögulegt var, því ég átti ekki von á góðu, enda snerist hann
um nóttina til norðvesturs og gerði stólpabrim. Mátti litlu
muna, að sjórinn næði bátnum, og hefðum við þá sennilega
ekki séð hann framar.
Morguninn eftir var farið að skyggnast eftir trillunni, og var
hún vitanlega horfin. Var mikil leit gerð að henni meðfram öll-
um Fljótabökkum og eins á Almenningum. Hvergi fannst hún.
Nokkrum vikum síðar fréttist svo, að trillan hefði borizt aust-
ur um Langanes. Enskur togari fann hana óskemmda og kom
með inn til Húsavíkur. Þetta þótti alveg einsdæmi.
Súlan var nú sótt til Húsavíkur, en þegar farið var að athuga
vélina, reyndist ekkert að henni nema olíustífla, sem e.t.v. hefði
mátt laga ef þekking hefði verið fyrir hendi. En viðvaningar
voru þetta í þá daga. Jón í Lónkoti seldi síðan trilluna til Hofs-
óss, og reynist hún happaskip sínum nýju eigendum. Þar hlaut
hún annað nafn og kallaðist Valbjörninn.
5 Skagftrðingabók
65