Skagfirðingabók - 01.01.1999, Page 103
TIL SMJÖRS ER AÐ VINNA EN EI TIL FLAUTA
varð að sjálfsögðu að greiða og á fundinum var samþykkt, „að
fela stjórninni að innheimta með valdi laganna þessi gjöld hjá
þeim mönnum, sem ætluðu að skorast undan þeim.“
A fundinum var einnig rætt um að erfitt væri að fá menn til
að mæta á aðalfundi félagsins og var borin upp tillaga um
breytingu á lögum „að aðalfundir fjelagsins skuli teljast lög-
mætir þótt ekki mæti nema 10 fjelagsmenn." Tillagan var sam-
þykkt með fjórtán atkvæðum, en tuttugu og einn sóttu fund-
inn.
A aðalfundi 1918 voru 14 félagsmenn mættir og þá er enn
gerð samþykkt um innheimtu útistandandi skulda búsins og
nú sýnu alvarlegri:
Var í því tilliti samþykkt að fela stjórn félagsins að út-
vega mann til innheimtunnar. Er ákveðið að nota til þess
lögsókn, ef skuldirnar innheimtist ekki á annan hátt.
Voru nú komnar upp umræður um hvort búið geti starfað áfram
og að lokum er svo komið 1919, að ákveðið var að félagið starfi
ekki það árið, þar sem innleggjendur væru svo fáir að það þótti
ekki gerlegt kostnaðarins vegna. Auk þess þurfti að gera við
skálann, sem var talið kostnaðarsamt.
Það var svo á fundi 11. júlí 1920 að örlög félagsins voru ráð-
in. A fundinn mættu 15 bændur og að viðhöfðu nafnakalli, þar
sem allir guldu jáyrði sitt, var ákveðið að slíta félaginu. Þá var
einnig samþykkt
að selja húsið, ef viðunandi boð fæst. Útboðsfrestur á
húsinu til sölu sé útrunninn síðast í ágúst n.k. — Lág-
marksverð á húsinu ásamt eldavél var sett kr. 3000, en
fáist það boð ekki innan hins ákveðna tíma skal halda
fund hið fyrsta til að ræða um hússöluna enn á ný.
Ahöld búsins skal og bjóða til sölu, þar sem helst álíst að
markaður sé fyrir þau. Efni og smááhöld var ákveðið að
selja annan sunnudag hér á skálanum.
101