Skagfirðingabók - 01.01.1999, Page 105
TIL SMJÖRS ER AÐ VINNA EN EI TIL FLAUTA
Sigurður Sigurðsson skólastjóri, Hólum
JósefJ. Björnsson, Vatnsleysu
Sigurður Björnsson, Hofstaðaseli
Hartmann Ásgrímsson, Kolkuósi
Jóhannes Björnsson, Hofstöðum
Guðmundur Olafsson, Ási
Smjörbúið Fram við Staðará
1905-1916
Stofnfundur Smjörbúsins Fram var haldinn að Reynistað 25.
maí 1905.57 Þar voru lög félagsins samþykkt og undirrituð af
17 félagsmönnum. Stjórnarformaður varð Albert Kristjánsson.
Aðrir í stjórn voru Árni Jónsson, Marbæli, Sigurður Jónsson,
Reynistað, Sigurður Jónsson, Litlu-Seylu og Jón Björnsson,
Ogmundarstöðum.
Fundurinn fól stjórninni að gefa rjómabúinu nafn, sjá um
lántökur og afla allra nauðsynlegra upplýsinga til að koma
starfseminni á fót.
I febrúar 1906 var haldinn almennur félagsfundur að Reyni-
stað. Þar kom fram að meirihluti hreppsnefndar neitaði að
„skrifa undir ábyrgðarskjöl fyrir félagið, fyrr en þeir heyrðu
undirtektir félagsmanna sjálfra." Svo virðist sem stjórn félags-
ins hafi leitað eftir lántöku vegna stofnkostnaðar búsins, en hafi
þurft að leggja fram bakábyrgð hreppsins til að fá lánið. Nú
voru veitt opinber lán til þessarar starfsemi, en mörg bú voru
þá að komast á laggirnar og ef til vill hefur því verið einhver
biðtími og því verið leitað eftir skammtímaláni.
Formaður óskaði eftir því að atkvæði yrðu greidd um framtíð
félagsins, hvort það skyldi lagt niður eða starfaði áfram og
framkvæmdir við búið hafnar. Á fundinum voru mættir 17 fé-
lagar, þar af tveir nýir. Einn greiddi atkvæði gegn því að fram-
kvæmdir við búið yrðu hafnar en 16 sögðu já. Tveir þeirra settu
þó skilyrði fyrir þátttöku sinni.
103