Skagfirðingabók - 01.01.1999, Page 136
SKAGFIRÐINGABÓK
í umsögninni kennir rætni. Magnús var í raun
í lágu meðallagi á vöxt og grannholda, beinvaxinn og
snöggur í hreyfingum. Mikið snyrtimenni.
Síðar þótti Magnús taka svari smælingja af óvenju mikilli
hörku.
Þórður Edilonsson, skólabróðir Magnúsar úr Reykjavíkur-
skóla og Læknaskóla, lýsti honum svo:
Hann var góður drengur. Sjaldan hefi eg kynst jafnlynd-
ari manni, hann brá mjög sjaldan skapi, og lagði ávalt
gott til allra mála, sem hann var við riðinn. Hann var
mesta prúðmenni í allri framgöngu. ... Góðmenska hans
og viljinn til þess að hjálpa gerði sjúklingana að vinum
hans.
Magnús var iðinn við nám, er hann gaf sig að því, en hugur
hans stóð til margs, sem ekkert átti við það skylt. Hann var
félagslyndur í bezta lagi og eyddi ærnum tíma í fundasetur og
félagsstörf, og mun sumum hafa þótt við of. Honum var létt
um mál, kunni vel að koma fyrir sig orði, átti mörg og sund-
urleit hugaðarefni og hafði mikla þörf fyrir að tjá sig.
Ahugi hans beindist þegar á barnsaldri mjög að leiklist og
hvers konar tónlist. Yndi hans var að sinna leiklistarmálum,
svo og að hlýða á söng og hljóðfæraleik. Hann var þó ekki tal-
inn söngvinn, en hafði mjög næmt tóneyra. Hann var formað-
ur Leikfélags hins lœrða skóla veturinn fyrir stúdentsprófið.
Tólf ára gamall stóð hann fyrst á fjölunum. Rök eru fyrir því,
að hann hafi ekki síður fengizt við leikstjórn en að leika. Til
þess bendir það, að hann var titlaður instruktör, er hann sinnti
leiðbeinanda- eða leikstjórastarfi í Breiðfjörðsleikhúsi („Fjala-
kettinum"). Þar kom hann og við sögu síðar.
Margt er óljóst um þátttöku Magnúsar í leiklist. Vfst er þó,
134