Skagfirðingabók - 01.01.1999, Page 180
SKAGFIRÐINGABÓK
farist svo orð við sjúklinginn og hreppsómagann
Hjörtinu Kristjánsdóttur til heimilis á Hofsós, að
hreppsnefndin vildi eigi leyfa yður að láta nefndan sjúk-
ling í té mjólk eins og aðrar lífsnauðsynjar til lífsviður-
halds. Skýlaust svar bið ég yður að láta mér í té hið bráð-
asta.
Jafnframt þætti mér vænt, ef hin heiðraða hreppsnefnd
vildi sýna mér þá velvild að segja mér, hvaða sjúkrafæðu
hún álítur heppilega en jafnframt forsvaranlega handa
hreppslimum.
Virðingarfyllst
Magnús Jóhannsson.
Oddvitinn svaraði bréfinu samstundis og kvað ekki hæfu fyrir
þessum orðrómi.
Stuttorðar lýsingar Magnúsar læknis í heilbrigðisskýrslum
eru til vitnis um kjör alþýðu: 1902: „Hér er vart um önnur hí-
býli að ræða en torfbæi og þá flesta lélega. Má hér eigi teljast
óalgengt, að baðstofur séu óþiljaðar, berir moldarveggirnir, og
torfgólf þá auðvitað í þeim. Eru því mjög mörg heimili hér hin
bezta gróðrarstía fyrir hvers konar kvilla, er upp kunna að
koma. Auðvitað eru hér til líka stöku fyrirmyndarheimili, en
þau eru því miður sárafá, í hlutfalli við hin.“ 1913: „Ekki er
áfengi til saka nú orðið.“ 1915: „I Hofsós hefur Hofsá verið
notuð sem vatnsból, en vatnið ekki gott, sjerstaklega í leysing-
um. Var skotið á fundi til að ræða um vatnsveitu og endurbót
á salernum, en árangur varð lítill. Salerni vantar við mörg hús;
yfirleitt er utanhússþrifnaði mjög ábótavant." 1918: „Skyr-
bjúgur hefur komið fyrir á nokkrum stöðum..." 1919: „Torf-
gólf eru æðivíða enn og hálf- og óþiljaðar baðstofur. Sjer þá í
bera veggina, nema ef reynt er að hylja torfið með dagblöðum
og pappa. ... Góður friður er með „læknabrennivínið" orð-
178