Skagfirðingabók - 01.01.1999, Page 183
Á FJÖLUNUM AUSTAN FJARÐAR
Sönglist og hljómlist áttu í honum þann dýrkanda, að fá
umræðuefni voru honum tamari. Harmaði hann það oft,
að vera ekki í listauðugra umhverfi en útkjálkasveit á Is-
landi.
Hann var á ferð hér í Reykjavík venjulegast annaðhvort
ár. Og bestu stundir hans hér á æskusröðvunum voru
þær, ef hann gat hlustað þar á hljómleika eða söng.
Svo lánsamur var Magnús læknir, að vorið 1916 hóf einn bezti
kvartett landsins söngferil sinn í Skagafirði: Bændakórinn, sem
kallaður var. Brátt fjölgaði í honum og urðu söngmenn flestir
tíu. Kórinn hlaut fádæma vinsældir. Var jafnvel látið að því
liggja að leita þyrfti langt út fyrir landsteinana til að heyra svo
dýrlegan söng. Vitað er, að Magnús læknir gat sótt að minnsta
kosti sumar söngskemmtanir þeirra félaga. Höfundi leikur
grunur á, að Magnúsi megi ef til vill eigna grein um Bænda-
kórinn, sem birtist í Islendingi í apríl 1923-
Magnús kom talsvert við sögu pöntunarfélags í Fljótum fyr-
ir 1920. Atti það að bæta verzlunina, en að því steðjaði ýmis
vandi um sinn vegna vanefnda manna og óstjórnar. Magnús tók
á sig ábyrgðir fyrir félagið og beið fjárhagslegt tjón af. Féll hon-
um það þungt.
Eitt var það, sem glæddi vonir margra Austurlendinga um
bættan hag: Hafnargerð við Höfðavatn. Jóhann skáld Sigur-
jónsson beitti sér fyrir athugunum á höfn þar, sem kunnugt er,
og fékk erlenda sérfræðinga til að gera áætlanir um fram-
kvæmdir. Það hefði valdið gjörbyltingu í atvinnusögu héraðs-
ins, ef þær óskir hefðu rætzt, svo sem til stóð.
Magnús læknir kann að hafa bundið nokkrar vonir við vænt-
anlegar framkvæmdir, eins og ýmsir aðrir. Þó er hann hikandi
og gætir kaldhæðni, er hann ritar Antoni Proppé um hafnar-
málið í ársbyrjun 1919. Hann talar í hálfkæringi, er hann ræð-
181