Skagfirðingabók - 01.01.1999, Side 188
SKAGFIRÐINGABÓK
lák, drukku minni hans:
Hann benti forðum bljúgri sjót
á betra heim
og gladdi hugum hrellda snót
og hryggan beim.
Tvennir eru tímarnir. Á Þorláksvöku árið 1923 situr móðir sjö
ungra barna við dánarbeð. Magnús læknir er að taka andvörp-
in, einum vetri miður en fimmtugur. Þessu lýkur, áður en jóla-
klukkurnar gjalla. Ekkjunnar og barna hennar bíða döpur jól.
Ef til vill hefur það reynzt Rannveigu Tómasdóttur „huggun
harmi gegn“ að minnast hinna góðu, gengnu daga um alda-
mótin, þegar jólin liðu við sjónleika, dans og söng.
Rannveig Tómasdóttir ákvað, að eiginmaður hennar skyldi
jarðaður á bernskuslóðum. Ef til vill hefur það verið að ósk
Magnúsar sjálfs. Svo langur líkflutningur mun þá hafa verið
nær einsdæmi í Skagafirði.
Ekkjan og börnin fluttust til Reykjavíkur. Nær allt bú þeirra
hjóna, innan stokks sem utan, var selt á uppboði um vorið og
haustið, svo og fasteignir. Fór andvirði talsvert fram úr mati.
Skuldir búsins reyndust allmiklar, en fimm þúsund króna líf-
tryggingu hafði Magnús keypt sér. Kom sú fyrirhyggja í góðar
þarfir. Oll börnin komust á legg og vel til manns.
Nú hefur mjög fennt í spor læknishjónanna á Hofsósbökk-
um. Víst er þó, að enn búa Skagfirðingar að störfum þeirra á
sviði söngs og leiklistar. Má það vera til marks um, að lengi lif-
ir í gömlum glæðum, að Sverrir sonur þeirra hjóna, sem var á
fermingaraldri, er faðir hans dó, hóf á síðustu æviárum að safna
heimildum um leikstarfsemi í Hofsósi og hugðist rita um. Svo
djúptæk áhrif virðast leiksýningar hafa haft á hann, barnið.
Fleirum fór sem honum. Sverrir lézt áður en verkið var hafið að
nokkru marki. I banalegunni bað hann vin sinn Helga Hálf-
danarson að sjá til þess, að því væri haldið áfram. Þess vegna er
greinin rituð.
186