Skagfirðingabók - 01.01.1999, Blaðsíða 196
SKAGFIRÐINGABÓK
Herra Gísli Þorláksson Hólabiskup dó barnlaus frá þriðju konu
sinni (Ragnheiði á 5000 króna seðlinum), en Jón Hreggviðsson
var ákærður fyrir böðulsmorð.
Norðurlandi var ger sú læging að flytja prentverkið frá Hól-
um í Skálholt, en var þó aftur skilað ekki löngu seinna. Konur
kenndu börn sín ókunnugum mönnum nafnlausum, jafnvel huldu-
mönnum. Sumir fóru með hroðalegan munnsöfnuð á sjálfu al-
þingi og voru umsvifalaust brenndir. Ríkasti maður Islands,
Eggert Björnsson, hálfbróðir galdramannaskelfisins sr. Páls í
Selárdal, féll frá eins og fátæklingarnir, og er nú mál að hætta
þessari slitróttu upprifjun nokkurra næstu áranna fyrir 1692,
en þá fæddist maður sá sem er önnur aðalpersóna þessa frásögu-
þáttar. Verður þó sagt frá tíðindum árið 1692, fyrr en greint
verði að marki frá söguhetju.
II
Ekki átti af íslendingum að ganga árið 1692. Jón Espólín sýslu-
maður lýsir þá árferðinu og það svo, að allar endursagnir koma
fyrir lítið. Látum heldur sagnameistarann tala:
Sá vetur var góður til kyndilmessu [2. febrúar], en síðan
gjörði frost með spillingarblotum, hélufalli miklu og
fjúki, og gnístandi frostum, lagði firði og víkur allar, svo
riðið varð af framanverðri Skarðsströnd á Skógarströnd,
en Hvalfjörð lagði allt að Hvaleyri. ... Ríða mátti og til
Drangeyjar á Skagafirði, og hvalur fannst á miðjum
Húnaflóa hálfa þingmannaleið frá landi, og mátti flytja
á hestum á land; farið var með klyfjahest af Siglunesi
innum firði og á sjó, allt inn til Möðruvalla. Var á pásk-
um nær enginn fiskur fenginn syðra; þá kól marga menn
til dauðs á ýmsum stöðum, en hross og sauðir frusu víða
til bana, og álftir lágu dauðar við sjóarvíkur ... batnaði
í fimmtu sumarviku.
194