Skagfirðingabók - 01.01.1999, Blaðsíða 218
SKAGFIRÐINGABÓK
Jón Halldórsson (o.fl.): Biskupasögur II, Rvík 1911-1915.
Jón Helgason: íslenzkt mannlíf IV, Rvík 1962.
Jón Samsonarson: Kvœði og dansleikir I, Rvík 1964.
Jón Steingrímsson: Ævisaga (2.útg.), Rvík 1945.
Manntal á íslandi 1801, Rvík 1978-80.
Páll Eggert Ólason og Þorkell Jóhannesson: Saga íslendinga VI, Rvík 1943.
Páll Eggert Ólason: íslenzkar œviskrár I-V, Rvík 1948-1952.
Öldin átjánda 1—2, rirsrj. Gils Guðmundsson, Rvík 1960—1961.
STAKA
Daði NÍELSSON fróði (1809—1857) var eitt sinn smali á
Hólum í Hjaltadal. Hann var lítt gefinn fyrir erfiðisvinnu
og vildi því frekast gefa sig í smalamennsku, því að þá hafði
hann helst tíma til að lesa, meðan hann sat yfir ánum.
Herdís Bjarnadóttir á Reykjum, d. 1922, mundi Daða vel.
Hún sagði, að hann hefði verið þannig búinn, er hann var
smali á Hólum hjá Benedikt Vigfússyni prófasti, að hann
var í úlpu yztri fata. Undir hana tróð hann bókum þeim, er
hann hafði með sér, og batt svo fyrir neðan með snærum.
Eitt sinn voru ærnar hjá Daða komnar niður á tún eða engi
á Hólum, þá komið var á fætur að morgni. Sólveig kerling,
sem var mörg ár hjá séra Benedikt, kom þennan morgun
fyrst á fætur og sá ærnar og sagði maddömu Þorbjörgu hús-
móður sinni frá. Maddama Þorbjörg sneypti svo Daða fyrir
illa pössun á ánum. Þá orti Daði:
Sólveig hefur sögubita fengið
maddömunni Hóla hjá,
hennar dyggð er ekki smá.
Þeirra gæfa þróist vel og lengi.
HSk.1420 4co: Handrir Árna Sveinssonar á Kálfsscöðum.
216
Hj. P.