Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 8
6
MÚLAÞING
fjöllum, sem hafa vitanlega stafað frá jarðhita og jafnvel
eldsumihrotum, en ekki af manna völdum. — Hélzt svo allt
fram á síðustu öld.
Það var fyrst árið 1830, að bændur úr Mývatnssveit; lögðu
upp í leiðangur, er kanna skyldi Ödáðahraun, einkum þó
Dyngjufjöll. Voru þeir fimm saman, allt hinir vöskustu menn,
og var foringi þeirra Sigurður Jónsson frá Gautlöndum, fað-
ir Jóns Sigurðssonar, alþingismanns, sem síðar reit margar
frásagnir af öskufallinu mikla 1875 í blöð landsins. Allir
voru þieir félagar vel vopnaðir, ef þeir kynnu að mæta úti-
legumönnum og að öðru leyti vel útbúnir að nesti og hestum.
Ekki bar för þeirra þann árangur, sem til var ætlazt, því að
enga fundu þeir útilegumenn, og sennilega hafa þeir aldrei
komizt inn í Öskju. Um för þeirra, sem hefur ef til vill þótt
nokkuð kátleg, var þessi vísa kveðin:
Mývatns horsku hetjurnar
herja fóru í Dyngjufjöll —
sverð og byssu sérhver bar —
að sækja fé og vinna tröll.
Þetta mun þó efcki hafa þótt neitt gamanmál á þeim tíma,
því að sagt er, að leiðangursmenn teldu sér hættu búna af
fjallabúum fyrir eftirgrennslan um byggðir þeirra.
Fyrstur kom í Öskju, svo að vitað sé, Björn Gunnlaugsson
landmælingamaður. Var það sumarið 1838. Hrepptu þeir Jón
Austmann, sem var fylgdarmaður hans, mikil dimmviðri í
Ódáðahrauni og villtust þeir inn í Dyngjufjöll og Öskju að
lokum. Komust þeir við illan leik úr þeirri hrakningaferð.
Sagt er, að Björn hafi komizt í kynni við útilegumenn í fsrð
sinni um Ödáðahraun, en orðið að sverja þeim trúnaðareiða
til þeiss að sleppa lifandi frá þeim, hvað sem kann að vera
hæft í því.
Helzti árangur af ferð þeirna Björns inn í Öskju varð ann-
ars sá, að á Islandskorti því, sem hann lét gera, er Askja
merikt í fyrsta skipti á uppdrætti, og hefur hann því ef til vill
gefið henni nafn. Sé hins vegar svo, að nafnið sé eldra, hefur