Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 103
iöi
MtJLAÞING
fflundi nær, að Guðrún þessi hefði verið ekkja Smiðs Andrés-
sonar, því í nágrennd við Markús Barkað á Krossi mundi
Smiður hafa búið, er hann hefndi hans svo rækilega að taka
Árna Þórðarson af lífi. Synir Andrésar hirðatjóra í Mörk eru
sýnilega, Þorsteinn, Þórarinn og Gísli. Þorsteinn gat verið
fæddur um 1350 og Þórarinn litlu síðar, en Gísli er ómyndug-
ur 1375, er Andrés ferst, getur þó verið orðinn 11—12 ára
gamail. Fjárreiður hans ganga undir Vigfús Flcsason, sem
býr í Krossholti í Hnappadalssýslu, og nú er það án efa, að
fjárreiður Gísla ber ekki undir Vigfús nema upp á frændsemi
eða tengdir. Vigfús var sonur Flosa prests á StaGarstað Jóns-
so.nai- á Ferjubakka, eða svo er talið, Erlendssonar sterka lög-
manns Ólafssonar frá Steini í Noregi, en móðir hans er talin
launfengin, Oddný, dóttir Ketils hirðstjóra Þorlákssonar
Narfasonar, er áður gat. Ekki væri það ótrúlegt, að Andrés
Gíslason í Mörk hirðstjóri, hafi átt þessa Oddnýju, og ekki
spillir það fyrir honum að ná í hirðstjcrnina að vera tengda-
sonur Ketils hirðstjóra. Þeir hefðu þá verið hálfbræður Gísli
°g Vigfús, Þeirra skipti voru harðmannleg um fjái'geymslu
Vigfúsar, og gæti bent á það, að Vigfús héfði ekki talið sig
ofsælan af skiptum við Andrés og syni hans. Það eitt er víst,
að hér deila frændur eða tengdamenn. Gísla Andréssonar get-
ur siðan til 1428 að hann virðist dáinn. Hans getur aldrei í
Mörk. Gísli ríki í Mörk Andrésson er hiklaust afi hans. Hans
er Gísla bónda ætitin í máli Lofts. Þórarinn Andrésson varð
prestur á Breiðabólstað og gerist officialis Skálholtsbiskups-
dæmis 1407 (Nýi annáll), og það virðist hann vera enn —-
og áreiðanlega, 1430, þ&ga við það ár getur Nýi annáll þess,
meðal annars, er þá sé erfitt um hag Skáliholtsstóls, að offici-
alis sé gamall og blindur. Það mundi því fara nærri lagi, að
Þórarinn væri fæddur milli 1350—60, Þorsteinn Andrésson
gerist líka prestur. Hans getur fyrst á Rangárvöllum 1397,
en hann heldur Hallormsstað og drukknar í Gilsá við Hrafn-
kelsstaði í Fljótsdal 1411. Segir svo í Nýja annál: „Andaðist
Þorsteinn prestur Andrésson, hvör hefur verið vinsælastur og
bezt, 'látinn af allri alþýðu í Austfjörðum, drulkknaði hann í