Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 78
76
MÚLAÞING
stjórnarfar og síðast en ekki sízt löngun fólksins til bættra
lífskljara.
Fyrstu árin voru þó þessir fólksflutningar mjög óverulegir,
en er kom fram um 1875, varð mjög skyndileg aukning á
þeim, og næsta ár, 1876, er algert metár í þessum efnum.
Enginn vafi er á því, að afleiðingar Öskjugossins mikla 1875
eijga mikinn sþátt í þessari aukningu,, og má sjá það m. a. jf
því, að langfliestir útflytjendurnir eru einmitt af Norður- og
Austurlandi. Hélzt þessi fólksflótti nokkuð stöðugur hin næstu
ár, eins' og greint mun verða. Halldór Stefánsson segir eftir-
farandi um orsakir Ameríkuferða fólks úr Múlasýslum:
En þótt; 'búihnekkir af öskufallinu væri þannig e'kki ó-
’hemju mikill var óbeini hnekkirinn afar mikill, sem fram
'kom ;eftir á. Hann va.r það los og umrót, sem varð á
byggðinni, uggur í hugum manna og vantraust til fram-
tíðarinnar. Varð það tjónið tilfinna.nlegra en fjártjónið
af sjálfu öiskufallinu og varanlegra. Þetta t.jón kom
fram í útflutningi íbúanna til annarrar heimsálfu. ..
Árið næsta eftir öskufallið má kalla að landflótti yrði
úr Múlasýslum til Ameríku. Mestu um það olli annars
vegar byggðaþrengsl ... og hi.ns vegar blasti við auga
óiþekkt en hátt lofuð framtíð í draumaland: sumra
manna — Ameríku. 61)
Þegar öskufallsárið, 1875, munu hafa verið uppi raddir um
Ameríkuferðir eystra, svo sem sjá má í bréfi, rituðu í Loð-
mundarfirði í aprílmánuði þess árs, en þar segir m. a.:
Nú tala menn mikið um að flýja til Arneríku, en menn
fara ekki alls lausir, bvi þess er að gæta, að nú er ekki
hægt að selja hje.r nokkurn hlut ekki eina rollu aukneld-
ur meira. “)
Ekki varð teljandi landflótti fólks úr öskusveitunum þetta
ár, en skýrslur heima, að aðeins fimm manns hafi þá flutzt
úr Múlasýslum til Vest.urheims. Eins og fyrr segir, fluttust
langflestir með fénað sinn í næstu sveitir, sem voru ösku-
lausar, og ihéldu þar kyrru fyrir fyrsta árið eftir öskufallið.
Vildu cmenn ,bíða og sjá til, hverju fram yndi um landkosti
öskujarðanna. Einnig kann það að hafa hindrað brottflutning
af þesisu svæði það árið, að erfiðlega gekk að losna Ivið bú-