Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 164
162
MÚLAÞING
tvo syni, Benedikt og Haildór. Benedikt var vinnnmaðnr á
Jökuldal ókvæntur, Halldór var lí'ka vinnumaður, m. a. á
Hallfreðarstöðum 1890. Hann kvæntist Sigurbjörgu Snorra-
dóttur frá Klaustursseli á Jökuldal, systur Guðmundar
Snorrasona.r smiðs og lengi bónda á Stuðlafossi. Böm Hall-
dórs og Sigurbjarga.r voru, Sncrri- læknir á Breiðabólsstað á
Síðu, Bjarni ‘kennari og verzlunarmaður á Akureyri og Hildur
Ijósmóðir á Jökuldal.
Sagt, var að Guðrún ætti unnusta í Hnefilsdal og væri hún
á leið til fundar við 'hann, hefur trúlega ætlað að haida með
ihonum jólin. Hún hafði meðferðis lítinn brennivínskút sjálf-
sagt í jólag’aðning handa unnustanum.
Þegar atburður sá gerðist er hér segir frá, bjuggu á
Skeggjastöðum í Jökuldalshreppi móðurforeldrar mínir, Sig-
ríður Jónsdóttir og Jón Magnússon. Sei.nni partinn þennan
dag brast á norðanstórhríð. Buldi veðrið á stóru timburhúsi
sem var norðast í bæjarþorpinu. Frá timburhúsinu lágu löng
göng inn til baðstoifu þor sem fóikið svaf. Þetta kvöld var
amma frammi í eldhúsi að ljúka störfum og með henni dóttir
hennar ellefu ára, en inni í baðstofunni fólk allt í fastasvefni.
Þær mæðgur höfðu lokið störfum og bjuggust til að ganga til
náða.
Með ljósið í annarri hendi lýkur amma upp eldhúshurðinni.
en um lleið heyra þær mæðgur að ruðzt er inn í bæinn. Það
söng í útidyraklingunni eins og vant var að gera þegar gengið
var um dyrnar. Hundarnir æddu upp og fram á móti þeim er
inn 'kom. Þær mæðgur fundu kuldastroku leggja inn öll göng-
in. Þær heyra þrammað eins og á frosnum s'kóm, og freðinn
fatnaður nuddis.t út í veggina með ískri og skruðningum.
Hundarnir ólmast í þessu sem á ferðinni var, og þegar það
fer fram hjá þeim inn göngin leggur frá því heljarkulda.
Litla stúlkan verður ofsáhrædd. ,.Hvað er þetta mamma?“
'hrópar hún og grípur í móður sína.
„Það er ekkert, góða mín, sem þú þarft að vera hrædd við,
það gerir o'kkur ekkert illt. Betur að einhver væri nú ekki að
verða úti í þessu veðri“.