Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 154
152
MÚLAÞING
reið nú heim að aflokinni þessari svaðilf'ör. Hann deildi á
konu sína fyrir að íbafa sent siig út í þennan lífsháska og mun
hafa lofað guð að hann slapp lifandi.
Vorið 1886 fluttu þau hjón héðan aftur eftir fjögurra ára
veru. Maddama Ingunn hafði þá mörgu að sinna. Bæði Iþurfti
að útbúa fjölskylduna til fararinnar og líka þurfti að koma í
verk öllum skyldufötum til vinnufólksins, sem voru hluti af
kaupi þess. Hún var orðin vel kunnug Kristínu á Múla, hafði
leitað til íhennar með eitt og annað, en Kristín var vel verki
farin. Gerði nú maddama Ingunn henni orð að koma til sín
og Ihjálpa sér nokkra daga, og gerði Kristín þetta. Þær sátu
við vinnu í hjónalhúsinu, en prestur lá þar í rúminu fram á
ihádegi, og var honum fært í rúmið og borið frá ihonum eftir
þörfum, las blöð og bækur og dottaði á milli. Eitt sinn reis
hann upp á olnbog-a og sagði: ,,Gæzka“, en svo kallaði Ihann
ávallt konu sína, ,,nú eru margar hátíðir í hönd: skírdagur,
föstudagur langi, páskarnir ibáðir og pálminn á undan“.
Annað sinn var það að hann lá í rúminu og las. Allt i einu
spratt hann upp á Ihnén, hann lá jafnan allsnakinn í rúminu,
baðaði nú út handleggjunum og sagði: „Svona á að fara með
þá, það á að rýja þá inn að rauðum bjór.num“. „Hverjir eru
það sem Iþannig á að f*ara með?“ spurði maddama Ingunn,
„Þeir sem ekki gjalda manni“, svaraði hann. „Þannig fara
Danir með Grænlendinga“.
Það hélt Kristín að um þetta hefði hann verið >að lesa.
hvernig Danir færu með Grænlendinga og þótt það hið mesta
þjóðráð að hafa þá til fyrirmyndar við gjaldheimtuna.
Séra Brynjólfur gifti þau Jón Björnsson frá Flugustöðum og
Vilborgu Jónsdóttur sem var uppeldisdóttir séra Þórarins á
Hofi. Á brúðkaupsdaginn, er þau voru í þann vegi.nn að ganga
í fcirkjuna, kallaði Brynjólfur prestur á Vilborgu á eintal og
sagði við hana að liun skyldi hæi+a við að giftast honum Jóni
Björnssyni. Hún skyldi heldur eiga hann Pétur bróður sinn.
En Vilborg var fljót að afþakka tilboðið.
Vorið 1886 flytur séra Brynjólfur í Ólafsvelli. Fóru þau með
skipi iaf Djúpavogi en gripir og búslóð var selt við uppboð,