Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 181
múlaþing
179
20.—21. Rangársel og Miðhús, afbýli frá Rangá.
22. Goðrúnairstaðir (Guðrúnarstaðir), afbýli frá Brekku.
23.-31. Bótarsel, Bótargerði, Ásmundarsel, Fagriflötuir, Mela-
sel, Hlíðarendi, Reyðhöfðasel, Sauðahlíðarsel, Svart-
hamarssel, afbýli frá Bót.
Bótarsel og Bótargerði eru talin á 1 eyðibýlaskrá
sajmtímis, svo að ekki er um eilt og sama býli að
ræða. Svarthamarssel, Melase1, Fagriflötur eru talin
hafa farið í eyði 1707 (í Stórubólu)1, en 1703 eru
aðeins talin iþrjú afbýli frá Bót. Á Hlíðarenda bjó
einsetumaður 1835. Sauðalhlíðarsel var í ábúð 1850
—1871. Þar eru einu og síðustu afbýlin á 19. öld-
inni.
32. Holtagerði (Tangholt), afbýli frá Fremraseli.
Fellasveit.
1. Hofsgerði afbýli frá Hofi. I eyði fyrir 1700.
2. Ásgerði (Ássel). Fcr í eyði 1707. Aftur í ábúð af
og til.
3. Sigurðargerði, annað afbýli frá Ási. Fór í eyði 1779
Aftur í áibúð 1801 og fram um 1840.
4. Hlíðarsel, afbýli frá Ormarsstöðum. Fór í eyði 1785.
Aftur í ábúð nokkur ár um miðja 19. öld.
5. Svartranasel, annað afbýlj frá Ormarsstöðum, fór
í eyði 1782.
6. Þorleifargerði, aflbýli frá Meðalnesi. Fór í eyði
1785.
7. Staffellssel, afbýli frá Staffelli. Talið í jarðabók
1760.
8.—9. Bjairnagerði og Þverhólagerð'i, afbýli frá Hafrafelli.
10. Valgerðarstaðir, fornbýli í landi Uiriðavatns. Fór
í eyði í Svartadauða.
11. Kálfsnesgerði, afbýli frá Urriðavatni. Fór i eyði
1716. Aftur í ábúð seinni hluta 19. aldar fram til
1893.
12. Bakkagerði, fornbýli frá Krossi. Fór í eyði í
Svartadauða.
13. Hrísgerði, afbýli frá Setbergi. Talið í eyðibýlaskrá
Ásprests 1794.
Fljót&dalur.
1. Geithús, affoýli frá Arnheiðarstöðum. Fór í eyði 1707.
2. Skógargerði, aflbýli frá Brekku. Fór í eyði 1700.