Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 77
múlaþing
75
og Vetunbús ekki fyrr en árið 1899. Hneflasel byggðisL aldrei
eftir öskufallið, ieins og getið hefur verið.
Árið 1882, þegar Þorvaldur Thoroddsen kom á Jökuldai,
voru því enn Iþá í eyði í Heiðinni bæirnir Hneflasel, Heiðarsel,
Veturhús og Grunnavatn, sem var þá að byggjast, en mun
þó ekki hafa komizt í fulia ábúð fyrr en árið 1886, heldur ver-
ið n|ytjað sem eins konar sel frá Brú þangað til. Þonvaldur
segir svo um Heiðarbyggöina:
Bæir eru hár og hvur dreifðir á heiðinni, og munu flest-
i,r þeirra fyrst hafa verið bygðir á árunum 1840—45,
og nokkrir síðar. Þessir bæir voru helztir 1882, er eg
fór þar um: Heiðarsel sunnan við Ánavatn, Grunna-
vatn, Hneflasal vestan við Eiríksistaða-Hnefla, við Sæ-
mautavatn er Sel og Rangárlón, Veturhús norður af
Krókatjörn, Viðirhcll við Víðirdalsá.
Á Jökuldaklheiði fengum við rigningu og síðan bleytu-
kafald, komum við á Grunnavatni, sem eyddist við ösku-
fallið 1875, en var nú að byggjast aftur og er nokkurs
konar sel frá Brú. “)
Hið sama gildir um heiðarbýlin cg býlin niðri í Jökuldain-
um, að þau munu hafa borið litla „áhöfn“ fyrstu árin. Mörg
þeirra munu í byrjun haáa verið nytjuð sem sel frá bæjun-
um niðri í dalnum sjálfum, eins og Þorvaldur getur um.
Um aldamótin 1900 eru þau semsagt öll komin í byggð aft-
ur nema eitt, sem aldrei byggðist aftur. Það er og eftirtekt-
arvert, að byggðin í Suðuiheiðinni varð langiífust. Ef tál vill
má þakka það áhrifum frá öskufallinu mikla árið 1875, enda
þótt það kunni að hljóma einkennilega.
8. Óbeinar afleiðíngar — Vesturheimsferðir —
Það fyrirbrigði í sögu Islendinga, er Vestunheimsferðir
nefnast, hefjast ekki að mar'ki fyrr en um 1870. Munu bafa
'legið til þess ýmsar orsakir, að landar vorir hleyptu heim-
draganum og tóku sér bólfestu í fjarlægri 'heimsálfu. Einna
helzt imun þó hafa stuðlað að þessum landflótta illt árferði
þessa tímabils, of mikið þéttbýli í sveitum landsins, erfitt