Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 75
MÚLAÞING
73
Sigurður Gunnarsson minnist á í annarri grein sinni í Norð-
anfara ‘þetta ár. Hafa það væntanlega verið þessar jarðir:
1) Hákonarst-aðir
2) Grund
3) Merki
4) Ktaustursel
5) Fossgerði (nú Stuðlafoss).
6) Brattagerði
7) Þorskagerði
Allar eru þessar jarðir í Jökuldalnum sjálfum, tvær fyrstu
vestan Jökulsár á Dal, hinar allar austan hennar. 1 eyði voru
þar þá enn þá tvær fremstu jarðirnar vestan árinnar, Eiríks-
staðir og Brú, einnig Vaðbrekka í Hrafnkelsdal. Á Aðalbóli
bjó hins vegar áfram ek'kjan Kristrún Sigfúsdóttir, sem áður
er getið. Mun h>ún þó hafa átt nokkuð örðugt uppdráttar,
einkum við öflun Iheyja. Þetta ár voru ennfremur í eyði öll
heiðarbýlin, sjö tafsins.
Svo virðist sem býlin Brattagerði og Þorskagerði (bæði
sunnan Jökufsár í svonefndum Eyvindarárrana, sem er eign
Skriðukiausturs í Fljótsdal) hafi aðeins byggzt, þá í bili um
fá ár, því að árið 1882, er Þorvaldur Thoroddsen kom á Jök-
uldal, eru þau komin í eyði aftur, og hafa þau mér vitanlega
afdrei verið tekin t.il ábúðar síðan. Þetta ár, 1876, komst, og
Skriðujkiaustur í Fljótsdai aftur í fufla ábúð, eins og fyrr
getur.
Næstu árin byggjast svo þær jarðir, sem eftir voru í eyði,
á Jökuldal og í Hrafnkefsdai, en ekki hef ég getað fundið
byggingarár hverrar um sig. Þó munu Eiríksstaðir hafa
byggzt aftur árið 1878. Árið 1882 eru þó alfar komnar í
ábúð, en Brattagerði og Þorskagerði komin aftur í eyði, en
óvíst hvenær það varð.
Þorvaldur Thoroddsen segir svo um uppbyggiugu eyði-
jarðanna:
Af bæjum þeirn, sem eyddust við öskufaliið 187n. vom
1882 5 í eyði: Hneflasel í Eiríksstaðalandi, Heiðarsel í
Brúarlandi við Þverárvatn, Veturhús í Hákonarstaða-