Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 160
158
MÚLAÞTNG
v:gna vanrækslu staðarins og missis kúgilda í (harðindum“.
Harboe ber ihonum allvel sögu.
Hólmar. 308 sálir, 128 læsar, 180 ólæsar. „Presturinn (sr.
Jón Þorláksoon 1733—1779) óskar eftir aðstoðarmanni til að
varna fólki útgöngu úr kirkjunni, meðan á spurningum stend-
ur. Byrjaði að spyrja fyrir tveimur árum. Fólkið vaiknaði við
það til meiri íhugunar og námfýsi“. Hann fær sæmilegan vitn-
isburð hjá Harboe, end-a talinn merkismaður. Var prófastur í
öllu Múlaþingi 1738—46 og í suðurhlutanum til 1786.
Kolfreyjustaffur. 239 sálir, 120 læsar, 119 ólæsar. „Prestur-
inn (sr. Guðmundur Pálsson 1709—1747), lætur vel af þekk-
ingu safnaðarins, en er talinn hafa hug á veraldlegum efnum
og vanrækja spurningar og húsvitjanir" (Harboe). Hann var
talinn einhver auðugasti prestur landsins á sinni tíð og „skör-
ungur að rausnarsemi" (Æviskr.).
Stöff. 118 sálir, 43 læsar, 75 ólæsar. „Prasturinn, sr. Vigfús
Jónsscn (1737—1761) talinn drykkfelldur. Hefur ei lagt stund
á fræoslu safnaðarins, þó fáfróður væri“. Síðustu orðin eiga
víst við söfnuðinn. Séra Vigfús var móðurbróðir Jóns Eiríks-
sonar konferenzráðs. Eftir 'hann eru písiarhugvekjur, prent-
aðar tvisvar.
Heydalir. 265 sálir, 96 læsar, 196 ólæsar. „Prestur (sr. Sig-
urður Sveinsson 1737—1758) lærður vel, en talinn drykkfelld-
ur, lætur sér þó mörgum fremur annt um spurningar, kvartar
um að margir séu fáfróðir og sæki illa kirkju“. Hann var að-
stoðarprestur frá 1725—37. Var fyrstur fjögurra ættliða, er
sátu Heydali til 1851.
Berunes, Háls og Papey. 253 sálir, 140 læsar, 113 ólæsar.
Presturinn sr. Jón Gissurarson eldri (1730—1757) telinn gáf-
aður, en duglítiU, enda drykkfelldur og fátækur jafnan.
Hof í Álftafirffi. „Presturinn (sr. Guðmundur Högnason
1683—1745) vissi ekkert um kunnáttu safnaðarins, kveðst
■spyrja á föstunni og húsvitja einu sinni til tvisvar á ári. Fólk
sækir illa kirkju, húsagi linur. Kapilán lýsir ástandinu nokkru
betur“. Hver verið hefir kapilán veit ég ekki. Séra Guðmund-
ur Högnason var talinn vel að sér og merkur maður.