Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 21
múlaþing
19
málmnálum, misjafnlega löngum, sumar þumlungur og
jafnvel lengri og marglitor, og ekki grófari en fíngerð-
ustul saumnálar. Brátt tók þó fyrir þessa úrkomu, en
jafnframt hafði faliið niður smágerð aska, sem gerði
snjóinn gráa,n að ofan. En fljótlega fór að hvessa að
vestan og alt austurloftið var kolsvart langt fram á
dag. ’)
Eitthvert: öskufall ihefur því orðið þar norður frá, enda þótt
Hólsfjöll séu talin hafa legið utan þeirra marka, s'em as|ka
féll á. Þorvaldur Thoroddsen getur þess einnig í Ferðabók
sinni, að í eldgosunum á Mývatnsöræfum og í Öskju árið 1875
ibafi trvisvar komið öskugusur yfir Fjallasveit og einu sinni
hafi rignt móleitum glerþráðum, er sumir voru alin á lengd.
Að líkindum mun þetta vera eitthvað ýkt. 8)
Hér a.ð framan hafa verið tekin nokkur sýnishorn af 'lýs-
ingum sjónarvotta að atburðum annars páskadags árið 1875
og magni öskunnar á hverjum stað. Virðist mér mega draga
af þeim eftirfarandi ályktanir:
1. Öiskufallið verður langmest á Efra-Jökuldal og í suður-
hluta Heiðanbyggðarinnar. Þar ihefst: það kl. 3.30 aðfaranótt
an.n,ars pálsíkadags og lýkur um hádegi þess sama dags, að
vísu með smávegis ihléi seinni part nætur, sem þó gætir lítið.
Á þessu svæði fellur langmest aska í byggð. Vikurkornin e-ru
þar einnig langstærst og jafnvel heit, þegar þau koma niður.
Alla.r jarðir á þesisu svæði leggjast í eyði hið fyrsta ár eftir
öskufallið.
2. Á Út,-Jökuldal, svo og i innsveitum Fljótsdalshéraðs,
'hefst ökkufallið e-kki fyrr en að moigni annars páskadags, en
stiendur víðast hvar eilítið lengur en á Efra-Jökuldal. Ö!sku-
fallið Vcrðu^ hér og mun minna og kornin smærri. Á öllu
þessu svæði spillast jarðir verulega af völdum öskunnar, en
þó ekki meir en svo, að allar haldast þær í ábúð að einhverju
leyti.
3. Annars staðar, þar sem öskufall varð, svo sem á Út-
Héraði, á Austfjörðum og víðar, verður það nokkru síðar en
í innsveitum, efa í réttu hlutfalli við vegalengdina frá eldsupp-