Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Jökull


Jökull - 01.12.1955, Page 2

Jökull - 01.12.1955, Page 2
Frá félaginu: Aðalfundur var haldinn í Tjarnarkaffi 14. apríl 1955. Fundarstjóri var Valtýr Stef- ánsson, ritstjóri. Þetta gerðist helzt: 1. Formaður flutti skýrslu um störf félags- ins á liðnu starfsári. 2. Guðmundur Jónasson ræddi fyrirhug- aða skálabyggingu í Tungnaárbotnum. 3. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga. Eignir félgasins í árslok 1954 voru rnetnar á kr. 75.966,88. Félagsmenn voru rétt um 200. 4. 1 stjórn voru endurkosnir Árni Stefáns- son, Sigurður Þórarinsson, Sigurjón Rist og Trausti Einarsson. Jón Eyþórs- son er formaður til aðalfundar 1957. Gjaldkeri er Sigurjón Rist, en Sigurður Þórarinsson ritari. — í varastjórn voru endurkosnir Einar Magnússon, Guð- mundur Kjartansson og Þorbjörn Sigurgeirsson — Endurskoðendur end- urkosnir: Páll Sigurðsson, Rögnvald- ur Þorláksson og Gunnar Böðvarsson. 5. Sigurður Þórarinsson og Sigurjón Rist fluttu erindi með litskuggamyndum um síðasta Skeiðarárhlaup og breyt- ingar á Grímsvötnum í sambandi við það. Úr skýrslu formanns o. fl. Fundir. Einn fræðslufundur var haldinn á árinu. Snjóbílar og skálar. Jökull I var ekki notaður á árinu og er nú í Reykjavík í sæmilegu standi. Ekki hefur því verið við komið að dytta að skálum félagsins á árinu, og er það þó aðkallandi. Rannsóknir. Átta stúdentar frá Durham háskóla unnu að rannsóknum á Tindijalla- jökli sumarið 1954 undir umsjón Jökla- rannsóknafélagsins; voru þeir fluttir fram og tilbaka af Sigurjóni Rist, en hann og Jón Eyþórsson höfðu sett niður snjóstikur á jöklinum þá um vorið. Hljóp Rannsóknar- ráð mjög greiðlega undir bagga hjá félag- inu vegna kostnaðar við þessar rannsóknir. Menntamálaráð veitti félaginu 4.000 króna styrk á árinu 1954, og á fjárlögum ársins 1955 voru því veittar kr. 13500 með því skil- yrði, að iélagið sjái um og greiði fyrir mæl- ingar á jöklabreytingum. Vorið 1954 var gerður út 10 manna leið- angur á Vatnajökul, og voru þátttakendur allir tengdir Jöklafélaginu, þótt hvorki gengist það fyrir förinni né bæri kostnað af henni. Árni Kjartansson og ferðafélagar hans efndu til þessarar farar ásamt Guð- mundi Jónassyni, er lagði til farartæki og stjórnaði skíðabíl sínum. Jón Eyþórsson og Sigurjón Rist, er þátt tóku í þessum leið- angri, gerðu allvíðtækar mælingar á snjóa- lögum á jöklinum, enda var farið eftir honum endilöngum, og auk þess á Hvanna- dalshnúk og í Esjufjöll. r \ JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS P. O. Box 884, Reykjavík Félagsgjald (þar í ársritið Jökull) kr. 50.00 Gjaldkeri: Sigurjón Rist Raforkumálaskrifstofunni Ritstjóri: Jökuls: J ó n Eyþórsson Fornhaga 21, Reykjavík IGELAND GLACIOLOGICAL SOCIETY P. O. Box 884, Reykjavík President and Editor of Jökull: J ó n Eythórsson P. O. Box 884, Reykjavík Secretary: Sigurdur Thorarinsson P. O. Box 884, Reykjavík Annual subscription for receipt of the journal JÖKULL £ 1—0—0 or § 3.00 v______________________________________y

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.