Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Jökull


Jökull - 01.12.1955, Page 27

Jökull - 01.12.1955, Page 27
3. mynd. A Grimsfjalli (Eystri Svíahnúk). Landmeelingamerki reist. í balisýn t. v. Vestri Svía- hnúkur. Ljósm.: S. Þórarinsson. sjór. Austan að botnunum er breiður og flatur jökulsporður, sem kallast Tungnaárjökull. Und- an honum kemur Tungnaá i mörgum smákvísl- um, sem flæmast um víðlenda aura, er þekja alla botnana, landa á milli. Gróður er harla lítill, en smáfitjar eru þó í sunnanverðum botn- unum og mosagróður á fjöllum. Botnarnir eru um 700 m yfir sjó. I norðaustri sér til Kerlinga, en svo nefnast tveir upptypptir hnúkar í jökul- rótunum norðan Tungnaárjökuls. Sjást þeir langt að, og var þeim eitt sinn úr fjarska gefin nöfnin Ljónið og Ulfaldinn — eftir lögun sinni. Norðan að skálanum er hraunbreiða nokkur urn- hverfis mikinn eldgíg, nafnlausan. Handan hraunsins ber við loft hæðadrög vestan Blá- fjalla, en yfir þau yddir á Syðri-Hágöngu mjög nærri hánorðri. Suðurstefna frá skálanum er hins vegar á Rata, sem fyrr getur, handan Tungnaár. Næstu fimm daga var gengið að skálasmíðinni af kappi. Flýtti það mjög fyrir, að grind skál- ans hafði verið söguð í réttar lengdir áður en lagt var upp í ferðina. Á sunnudag 5. júní var skálinn kominn undir þak og fullgerður hið Vtra, gólf lagt og veggir klæddir að innan, en eftir að setja upp rúmstæði og ganga frá and- dyri. Snemma morguns þennan dag kom Guðmund- tu Jónasson á snjóbílnum R-345 ofan frá Gríms- vötnum til þess að sækja skálabúa. Llafði hann lagt upp laust eftir miðnætti og ekið á tæpurn þrem klst. niður á jökulsporð. Var unnið af kappi til kvölds á sunnudaginn, en síðan búizt til ferðar og ekið í fögru veðri um nóttina til Grímsvatna. Kom hópurinn þangað snemma á mánudagsmorgun og dvaldist til þriðjudags- kvölds í glampandi sólskini með mælingahópn- um, sem hafði tjaldbúðir í Grímsvatnaskarði norðanverðu. Undir miðnætti á þriðjudag 7. júní hélt Guð- mundur enn af stað með skálamenn áleiðis til Kverkfjalla. Gekk sú ferð að óskum, en þó var þoka til trafala með köflum. Úr þeirri för kom hópurinn aftur til Grímsvatna undir mið- nætti á fimmtudag 9. júní. Hafði mælingahóp- urinn þá lokið rannsóknum sínum. HEIMLEIÐIS. Föstudaginn 10. júní var logn og sólskin, en þokumóða á jöklinum. Bjóst nú allur hópur- inn til ferðar og hugðist gista við Pálsfjall næstu nótt. Var ekið beint á Eystri-Svía- hnúk og síðan vestur Grímsfjall að Vestri-Svía- hnúk. Milli hnúkanna, sunnanhallt á fjallinu, var gríðarmikið niðurfall og jarðhiti undir. Frá Vestri-Svíahnúk var stefna tekin á Háu- bungu, en þar urðu mælingamenn eftir um sinn með vísil og sleða. Snjóbíll Guðmundar 25

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.