Jökull


Jökull - 01.12.1955, Page 48

Jökull - 01.12.1955, Page 48
Skógasandi var SigurðurÞórarinsson tekinn í vél- ina og síðan var flogið austur á Mýrdalssand og hlaupfarvegirnir athugaðir og ljósmyndaðir, siðan flogið frá Rjúpnagili inn yfir Höfða- brekkujökul til Huldufjalla og gengið úr skugga um að hlaupið gat ekki hafa stafað af tæmingu lóns þar, og loks var flogið inn yfir Kötlusvæð- ið. Þegar komið var upp fyrir efsta jökulfossinn í Höfðabrekkujökli blöstu við tvö ketilsig hring- laga rétt sunnan við Kötlukoll vestri. Var syðra sigið miklu dýpra (áætlað af Sigurði um 80 m) og rúmlega kílómetri í þvermál, en bogadregn- ar sprungur án verulegs misgengis mátti sjá all- langt til norðvesturs tit frá sigdældunum. Var nú fengin vissa fyrir því, livar hlaupið átti upp- tök sín. Eftir að liafa hringsólað um stund yfir þessu svæði var aftur flogið niður Höfðabrekku- jökul, niður með Skálm til Álftavers og síðan til Reykjavíkur. Af fjórmenningunum á jöklinum er það að segja, að þann 25. júní unnu þeir að þykktar- mælinum í mugguveðri á hjallanum suður af Kötlulægðinni, en næsta dag norður undir Aust- mannsbungu og gerðu áttundu og síðustu þykktarmælinguna rnjög skammt þar vestur af sem sigin munu hafa myndazt daginn áður. Þóttust þeir og verða varir við nýmyndaðar sprungur í svæðinu, sem þeir voru að mæla og virtust þær jafnvel víkka eitthvað, meðan þeir dvöldu þar. Þeir töldu sig og hafa fundið jarð- skjálftakipp uni hádegi daginn áður, en gáfu þessu ekki frekar gaum. Síðari hluta 26. júní luku þeir hinum erfiða gryfjugrefti í aðalbæki- stöðinni og héldu síðan af stað niður af jökli, komu að Sólheimum um morguninn þ. 27. með allt sitt hafurtask og liéldu samdægurs til Reykjavíkur. Þar með var hinum upphaflega áætluðu Kötlurannsóknum þetta sumar lokið, en vegna hlaupanna var rannsóknum haldið áfram enn um sinn. Síðasta dag júnímánaðar fóru þeir Sigurjón og Sigurður aftur austur í Vík og at- huguðu tvo næstu daga hlaupfarveg Múla- kvíslar ásamt Einari B. Pálssyni og Guðmundi Kjartanssyni. Hinn 4. júlí lagði Sigurjón aft- ur á Mýrdalsjökul og hafði sýslumaður út- vegað honum tvo duglega fylgdarmenn, Ragnar Þorsteinsson, Elöfðabrekku og Sigurjón Böðv- arsson, Bólstað. Lagt var upp frá Heiði kl. 8 og haldið upp Koltungur. Tókst þeim félögum að komast inn á sigsvæðið og klöngrast niður í botn aðalsigdældarinnar og mæla dýpi og rúm- mál beggja dældanna. Reyndist samanlagt rúm- mál siganna um 28 millj. m3. Heim komu þeir félagar efdr 30 klst. göngu og höfðu hreppt versta veður síðari hluta ferðarinnar, dimm- viðri og síðan rok. Nokkrum dögum síðar at- hugaði Sigurjón hlaupfarveg Skálmar. Reiknað- ist honum, að flóðtoppur Skálmarhlaupsins hefði verið um 500 m3/sek., flóðtoppur hlaupsins 1 Múlakvísl a. m. k. 2500 m3/sek. og heildar- magn hlaupvatns um 28 millj. m3, þar af um 20 millj. í Múlakvísl. Hinn 27. ágúst flaug Sigurður Þórarinsson aftur yfir Kötlusvæðið í flugvél Björns Páls- sonar ásamt Guðmundi Jónassyni og ljósmynd- aði þær breytingar, er orðið höfðu á sigdæld- unum. Ágúst Böðvarsson landmælingamaður ljósmyndaði Kötlusvæðið úr lofti 13. septem- ber og sömuleiðis hlaupfarvegina báða. Var þar með lokið rannsóknum á Mýrdalssandi og Mýr- dalsjökli sumarið 1955. Verður nánar greint frá árangrinum af rannsóknum þessum i næstu heftum Jökuls. Þeir, er þátt tóku í þessurn rannsóknum, votta Jóni Kjartanssyni sýslumanni þakklæti fyrir þátt hans í að hrinda rannsóknunum i framkvæmd, og votta honum og öðrum Skaft- fellingum þakklæti fyrir gestrisni og marghátt- aða aðstoð. Rannsóknarráð rikisins greiddi kostnað við flugferðirnar og tjáum við því einnig þakkir okkar. VATNSDALSHLAUP O. FL. „Föstudaginn 19. ágúst rigndi hér mikið til fjalla, og komu mikil hlaup í alla fjallalæki. Þá hljóp vatn úr Vatnsdal, að haldið er, og fyllti nærri bogann á Kolgrímubrú, og rann mjög mikið vatn yfir veginn báðum megin briiar- innar. Hlaup þetta stóð yfir í li/2 sólarhring, en fjaraði þá skyndilega. — Enginn hefur komið inn að Vatnsdal síðan í fyrrahaust. Fláajökull styttist minnst við Hólmsárgarð, en lækkar þar mest á h.u.b. 100 m breiðri spildu, og mætti ætla, að þar væri lón undir. Getur Hólmsá þá hæglega farið aftur austur í Hleypi- læk innan skamms þrátt fyrir skurðinn, sem gerður var í sumar. — Hólmsá er nú mesta eyðingarafl á engjar og haga hér í sýslu, og veldur því stytting Fláajökuls." Vagnsstöðum, 31. okt. 1955. Skarphéðinn Gislason. 46

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.