Jökull


Jökull - 01.12.1957, Síða 36

Jökull - 01.12.1957, Síða 36
skarði á Öræfajökli í 1840 m hæð y. s. Ekkert rvk fannst, sem sýndi skil milli sumarsnjólags 1953 og haustsnjóa það ár. En eftir hjarnlög- um og kornastærð snævarins töldum við Jón Eyþórsson, að mörkin lægju sem næst í 630 cm dýpi. Vatnsgildi miðað við þetta var 3230 mm. Hitinn í snjónum var mældur um leið og grafið var. (Sbr. töflu á 33. bls.). Það vekur nokkra furðu, að hitamismunar gætir í sama dýpi. Dauft sólskin var meðan gryfjan var tekin, en engu að síður er ekki fráleitt að álykta, að sól hafi náð að hita upp SA-horn gryfjunnar. Þess ber þó að gæta, að mælingin var gerð 60 cm inni í snjóstálinu, jafnskjótt og grafið var, nema kl. 20 á 375 cm dýpi, þá voru grafnir 120 cm inn í snjóstálið til að mæla. Annað atriði var sérstakt við þessa Öræfa- jökulsgryfju, og á það ef til vill einhvern þátt x þessum furðulega hitamismun. Frá 375—380 cm snjódýpi var 1 til 5 cm þykkt íslag, þannig að íslagið var um 1 cm á þykkt nema í SA- horni gryfjunnar, þar hengu niður úr því 4 cm ísklumpar og einmitt í nánd við þá mældist hærra hitastig. Gryfja 3 var á Hoffellsjökli norðaustur af Nýjunúpum í 1040 m hæð y. s. ofan við sprunguhjalla. I 375 cm dýpi var komið niður á grófan, rykfallinn jökulís. Vatnsgildi 2060 mm. Hvenær ákoma hefur hafizt þarna haust- ið 1953 er erfitt að fullyrða. Haustið var frem- ur milt og engin skörp veðraskil á milli sum- ars og vetrar. Þó virðist mega ætla, að snjó, sem lagðist á eftir 1. október, hafi ekki leyst. Eitthvað af ákomunni kann þó að hafa runnið burt í mestu hlákublotum vetrarins. Sé gerður samanburður á snjómagninu og úrkomunni á næstu veðurathugunarstöð, Hólum, virðist sennileg ársúrkoma vera nálægt 3000 mm á þessum stað. Gryfja 4, norður af Hoffellsjökli í 1320 m hæð y. s. Þegar komið var niður í 700 cm dýpi, fannst rykfallið snjólag frá sumrinu 1953. Vatnsgildi 4370 mm. Sé litið yfir veðurskýrslur virðist ekki fjarri að álykta, að skilin séu frá 30. ágúst 1953. En samkvæmt því fæst þarna 4370 mm vatnsgildi, svarandi til 1800 mm vatnsgildis úrkomunnar að Hólum. Úrkoma var yfir meðallag vatnsárið 1953/54, og með hliðsjón af því lítur út fyrir að meðallagsúr- koman sé eftir sem áður röskir 4000 mm. Þegar gryfjan var tekin, var climmviðri á jöklinum og lofthiti 200 cm yfir snjó 1,5° C. Hiti í snjó á 80 cm dýpi var 0,05° „ 0,00° „ -=-0,9° , -=-0,9° „ -=-0,9° Gryfja 5 var í lægðinni NA af Grímsfjalli um 1 km frá fjallsrótum í 1540 m hæð. Glögg árstíðaskil fundust ekki í snjóstálinu. I 690 cm dýpi fannst örlítill vottur af tyki í klakalagi og miðað við það var vatnsgildið 4320 mm. Gryfja 6 var grafin 12. ágúst 1954 af leið- angri stúdenta frá Nottinghamháskóla. Gryfj- an var á ákomusvæði Morsárjökuls, 2,5 km norður af Miðfellstindi og 1200 m y. s. Stú- dentar frá sama skóla grófu þarna einnig 6 m djúpa gryfju árið áður og hafa birt niðurstöður sínar i The Journal of Glaciology (Vol. 2:477) og Jökli 3:6. Snjógryfjurnar benda til þess, að snjósöfnun milli ára hafi verið þarna 1200 m y. s. sem hér segir: Ar Snjólag Eðlisþ. Vatnsgildi 1951/52 ... 2,38 m 0,61 1450 mm 1952/53 ... 1,33 „ 0,58 770 „ 1953/54 .. um 2.50 „ 0,6 1500 „ Gryfja 7 var gerð á Mýrdalsjökli 20.—26. júní 1955, vestan í söðlinum milli Höfðabrekkujök- uls og Sólheimajökuls í um 1350 m hæð, samb. Jökul 5:43. Mjög áberandi gul slikja var á 15 cm þykku, krömu snjólagi, með eðlisþ. 0,67, frá 170 til 185 cm snjódýpi. Þetta gula snjólag sást greinilega um allan þann hluta jökulsins, sem Kötluleiðangurinn 1955 kannaði. í 1200 m hæð voru 150 cm niður að því og þykkt þess 30-45 cm. í gryfjunni var erfitt að ákvarða skil milli ára, ryklag fannst á 920 cm dýpi, að vísu ógreinilegt. Snjódýpið 920 cm með eðlisþ. 0,63 samsvarar 5800 mm vatnsgildi. Austur í Kötlu- lægðinni var vetrarsnjólagið 1954/55 ekki svo þykkt. í sprungum sigdældarinnar miklu, sem myndaðist þar 15. júní 1955, samanber Jökul 5:46, sást greinilegt ryklag, og niður á það voru 4 til 6 metrar, en það ætti að svara til nálega 3000 mm vatnsgildis. „ 240 „ „ 335 „ „ 485 „ „ 465 „ 34

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.