Jökull


Jökull - 01.12.1957, Side 39

Jökull - 01.12.1957, Side 39
FLOSI BJÖRNSSON, KVÍSKERJUM: Gengið á Öræfajökul I slóð Sveins Pálssonar On the track of Sveinn Pálsson to Orœfajökull Kvíárjökull, 6. okt. 1955. (Flosi Björnsson.) Eins og kunnugt er, gekk Sveinn Pálsson á Oræfajökul fyrstur manna, svo vitað sé, hinn 11. ágúst 1794, og lagði upp frá Kvískerjum. Er sú för að verðleikum ein hinna sögulegu fjall- gangna hér á landi. Vegna þessa einkum kynni einhverja að fýsa að vita skil á þessari leið, er þeir Sveinn hafa væntanlega farið. Síðastliðið sumar gengum við á Öræfajökul frá Kvískerjum, undirritaður og bræður mínir tveir, Hálfdan og Helgi, — að þessu sinni þó aðeins á brúnina hér upp af bænum. Lögðum af stað aðfaranótt 1. ágúst í björtu veðri. Leið okkar lá upp með Hellisgili að austan- verðu, en það er skamnrt vestur af bænum. Eftir nærri þriggja stunda göngu komum við á hæðarbrún nokkra eða hnaus rétt við jökulinn upp af Hnútu. Uppi á hnaus þessum er allstór, stakur steinn, en á honum er vörðubrot lítið. Eelja má svo til víst, að Jjetta sé leifar vörðu þeirrar, er Sveinn Pálsson kvaðst hafa hlaðið áður en þeir lögðu á jökulinn, a. m. k. benda staðhættir mjög til þess. I því sambandi vekja og athygli jökuliildur nokkrar þarna norðan í hólnum, sem nú á dögum er reyndar enginn „hóll“, þeirn ntegin er að jöklinum veit, heldur brattur höfði, — svo mjög hefur jökullinn lækk- að. Þrjár aldnanna liggja hátt uppi í brekk- unni, hin neðsta þeirra á skarpri brún. Mun ekki fjarri lagi, að frá brúninni séu 100 m eða heldur meira niður að jökli. Efsta aldan mun rúma 20 m niður frá hólnum, þar sem hann er hæstur, og halli ekki mikill svo ofarlega. Varla getur leikið vafi á, að aldan, er Sveinn minnist á, sé hin efsta þeirra eða a. m. k. á þeim stað, þar sem aldan liggur nærri uppi i miðri brekk- unni, en jökullinn síðan hörfað (aðeins) nokkra faðma aftur á bak. Bendir þetta greinilega til þess, að um þær mundir hefur jökullinn legið skammt frá brekkubrúninni eða öllu heldur efstu öldunni. Geta má þess, að fram um 1880 hefur jökull- inn, að sögn Ara heitins Hálfdanarsonar á Fag- urhólsmýri, legið fram á ytri barm svonefnds Rótarfjallsgils spölkorni austar. Er þar einnig önnur jökulalda nokkru framar. Víkur nú að jökulgöngunni. Lögðum við frá Jjessum stað á jökulinn, er var sléttur og greið- fær við fjöllin, sveigðum nærri Vatnafjöllum, með því að þar var jökullinn hallaminni. Er skammt var komið á jökulinn, höfðum við til hægri handar klettahnúka nokkra, er rísa þar úr jöklinum í beinni röð. Mestur þeirra er Rótarfjallshnúkur, 1026 m. í efsta klettaröðlin- um, sem mun vera úr þursabergi, má sjá tvö sérkennileg náttúrufyrirbrigði: Norðan í honum eru, að því er okkur virtist, öskulög á milli berglaga, sums staðar nál. 1 m á þykkt. Hinum megin er blágrýtisgarður, hár og þunnur, og minnir hann á hellu, reista á rönd upp með klettinum. Er við komum efst á móts við Vatnafjöll, fór að bóla á gjám uppi í jöklinum, og héldum því skáhallt í áttina að jökulhrygg upp af Múla, í um það bil 1400-1500 m hæð. Höfðum við áður venjulega farið upp þenna hrygg og síðan skemmstu leið upp á brúnina, fram hjá 37

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.