Jökull


Jökull - 01.12.1957, Side 42

Jökull - 01.12.1957, Side 42
TAFLA I. HITI OG SELTA í JÖKULSÁRLÓNI Table I. Temperature and salinit.y in Jökulsárlón1) Sýnishorn tekið Daie of sample Staður, vatnsdýpt m Location, total depth Dýpi m Sample depth Fliti °C T emperature Selta %a Salinity 1957 20. IV. Jökulsporður, 77 0 0.2 10.82 >> 70 1.8 12.97 „ „ Inntaksós Jökulsár 0 0.35 10.72 „ „ Ferjustaður á Jökulsá 0 10.95 30. VI. Jökulsporður, 90 0 0.7 1.08 40 0.2 1.37 „ 80 0.4 1.94 „ >> Ferjustaður á Jökulsá 0 1.0 1.78 4. VIII. Jökulsporður, 70 1 0.4 0.25 65 0.2 0.25 21. IX. „ 87 0 1.10 0.45 1 0.85 0.38 45 0.20 1.94 80 0.86 4.32 29. „ Jökulsá, efst 0 1.78 22. XI. Lónið, 10 1 h-0.25 12.01 „ „ 8.5 -^0.20 12.17 1958 2. I. Jökulsporður, 95 80 0.01 12.07 1) Sounding, sampling and measurements of temperature by Sigurdur Björnsson, deter- mination of salinity by the University Research Institute, Dep. of Fisheries. Þó að seltumælingarnar í Jökulsárlóni nái ekki enn yfir heilt ár, sýna þær þó þegar i aðaldráttum, hvernig seltan breytist eltir árs- tíðum. En þær breytingar stafa vitanlega af því, hve mismikið leysingarvatn kemur úr jökl- inum: í apríl, áður en vorleysingar byrja, er seltan því sem næst þriðjungur af seltu úthafs- ins. Þá eru y3 lónsvatnsins jökulvatn, i/s sjór. í júnílok er örlítið eftir af þessari seltu, en þó vottur, helzt við botn, og í ágústbyrjun er lónið ósalt að kalla. Má því telja, að í júlí og ágúst sé leysing úr jöklinum nægilega ör til að bægja sjónum alveg frá lóninu. Seint í sept- ember er lónið aftur orðið ísalt við botninn, en er enn ferskt á yfirborði. Seint í nóvember er komin sarna selta og var í apríl. í janúar- byrjun er hún óbreytt að kalla, og er þess nú helzt að vænta, að hún rninnki ekki aftur fyrr en í vorleysingum, og reynist um þriðjungur af úthafsseltu sex mánuði ársins, en það er líkt og þar sem saltast er í dönsku sundunum við Sjáland og Fjón. Eflaust eru breytingarnar á seltu Jökulsárslóns áþekkar frá ári til árs í meginatriðum. Þó hlýtur tíðarfar hverju sinni að hafa nokkur áhrif á þær, og enn fremur er þess að vænta, að seltan fari yfirleitt vaxandi, eftir því sem lónið stækkar. Nú má heita svo komið, að Jökulsárlón sé orðið að sjávarlóni og Breiðamerkurjökull gangi í sjó fram (a. m. k. hálft árið). Áður hefur enginn jökull hér á landi náð fyllilega til sjávar, síðan sögur hófust, og sennilega ekki um allmargar þúsundir ára. Það er nokkuð kyn- legt afspurnar, að þá fyrst, er jökullinn styttist sem óðast, tekur hann að enda í sjó. En raun- ar er það sjórinn, sem eltir jökulinn uppi. Sarnt er það afleiðing af styttingu jökulsins. Varla fer hjá því, að hlýja og selta sjávarins 40

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.