Jökull


Jökull - 01.12.1957, Page 47

Jökull - 01.12.1957, Page 47
jökulhvelfinu fram undan. Brúðarbunga mæld- ist mér 1830 m. Þaðan var ekið að mælinga- vörðu á Kverkfjöllum eystri, en þar var óstætt fyrir ofsalegu vestanroki og skyggni lélegt norð- ur undan. Héldum við þaðan sem skjótast til Hveradalsins í vestari fjöllunum. Var tjaldað þar og sofið til kl. 15. Fórum þá niður Hvera- dalseggina og skoðuðum hið tröllslega kynja- land. Veður var ekki vel bjart og fremur hryss- ingslegt. Sáum þó norður til Herðubreiðar og yfir Dyngjujökul og sporð Kverkjökuls. Frá vestustu öxl Vestur-Kverkfjalla kemur allmikil rönd, sem beygir til austurs nálægt jökulsporði og stendur sem kambur talsvert fram úr nú- verandi jökuljaðri. Verður þannig lítill, sér- stæður jökull milli Kverkfjalla og randarinnar. Kl. 21 héldum við sömu leið til baka í þoku og ókum þannig að heita mátti alla leið á Grimsfjall. Þar var veður bjart, en skafrenn- ingur. Um nóttina gisti 18 manns í skálanum, en við G. J. og A. Edwins sváfum í Gusa. Laugard. 8. júní. Gott veður og milt, en skyggni ekki gott. Dyttað að skála, rutt frá snjó, en hlaðið að móbergskögglum, svo að vindur nái sér ekki undir skálagólfið. Smíðaðir set- bekkir og sitthvað fleira lagað. Skálavígsla og gleðskapur um kvöldið. Sunnud. 9. júní. Vöknuðum kl. 5 i Gusa og vöktum skálabúa. A-blástur með nokkrum skaf- renningi, kollheiður, 9 st. frost. Var nú bi'iizt til ferðar, búið á sleða og gengið frá skálagluggum og dyrum. Haldið af stað kl. 08.10. Var nú ekið í þoku og nokkurri snjómuggu, þangað til að komið var í 1150 m hæð á Tungnárjökli. Var þar glaðasólskin og ágætt skyggni. Þar var grafin snjógryfja 455 cm djúp gegnum vetrarsnjó. Kl. 19.40 vorum við komin heilu og höldnu á jökuljaðar, sem mældist í 615 m hæð. Gist var í Jökulheimum í góðu yfirlæti. Mdnudag 10. júní hélt ég lieimleiðis með Gunnari Guðmundssyni. Sama dag kom Sig- urður Þórarinsson og Ulfar Jacobsen í Jökul- heima með bílakost til heimferðar. Höfðu þeir gist við Veiðivötn um nóttina. Kom allur hóp- urinn til Reykjavíkur að kvöldi hins 11. júní, en það er afmælisclagur Guðmundar Jónasson- ar, sem jafnan hefur verið minnzt á Vatnajökli um mörg undanfarin ár. Þessi leiðangur gekk í alla staði vel og var hinn ánægjulegasti. Stórvirki má það telja, að hafa reist myndarlegan skála á Grímsfjalli. SIGURÐUR ÞÓRARI NSSON: Haustferð á Vatnajökul Vorið 1957 reisti Jöklarannsóknafélag Islands skála á Grímsfjalli, svo sem sagt hefur verið frá í annarri grein í þessu hefti. Þótt vel væri gengið frá skála þessurn var þeim, er að bygg- ingu hans stóðu, nokkur forvitni á því, hvernig honum hefði reitt af fyrsta sumarið. Sjálfur hafði ég hug á að vita, hvernig umhorfs væri á Vatnajökli og þó einkum í Grímsvatnalægð- inni um það bil sem bráðnun væri að lúka, en ég hef ekki áður átt þess kost að vera á Vatnajökli um það leyti. Auk þess er æskilegt, að sem oftast séu athugaðar breytingar þær, er verða á Grímsvötnum milli hlaupa. Það var því afráðið að skreppa upp í Grímsvötn í sept- ember 1957, og urðu fjórir þátttakendur í þeirri för: Guðmundur Jónasson, Gunnar Guð- mundsson, Magnús Jóhannsson og Sigurður Þórarinsson. Lögðu þeir Gunnar og Magnús til í ferðina snjóbíl sinn, Kraka, er fluttur var upp í Jökullieima á einum af bílum Guðmund- ar (H3). Frá Reykjavík var haldið kl. 9,30 þ. 12. september og komið í Jökulheima kl. 20,30 sama dag. Norðangarri var á og hiti um frost- mark. Kl. 9,30 næsta dag var lagt í jökulferð- ina á Kraka. Storminn hafði lægt og var veðrið þá liið ákjósanlegasta, bjart í lofti og hiti um frostmark. Sem vænta mátti var skriðjökullinn fremur seinfarinn og varð að fara ýmsar króka- leiðir milli sprungna og ishryggja, en það furðaði mig, hversu breiðar sprungur Kraki hafði sig yfir, enda var honum snilldarlega stjórnað af Gunnari. En ekki má skriðjökull- inn versna mikið til að verða illfær eða ófær bílurn að haustlagi. Hjarnmörkin á Tungnárjökli reyndust vera í um 1080 m hæð samkv. mælingu með flug- hæðarmæli og eru þá Jökulheimar taldir vera í 658 m hæð, samkv. þríhyrningamælingum Danans J. Ekholm. Fjarlægðin frá jökulrönd að hjarnmörkum var um 10 km og komumst við þangað kl. 14,35. Er upp á hjarnsvæðið kom gekk allt greiðlegar og kl. 18,45 vorum við komnir að skálanum á Svíahnúk eystri. Var þá komið ~ 9° C frost og skafrenningur af norðri. Mér virtist það ævintýri líkast, er grilla 45

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.