Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1957, Qupperneq 47

Jökull - 01.12.1957, Qupperneq 47
jökulhvelfinu fram undan. Brúðarbunga mæld- ist mér 1830 m. Þaðan var ekið að mælinga- vörðu á Kverkfjöllum eystri, en þar var óstætt fyrir ofsalegu vestanroki og skyggni lélegt norð- ur undan. Héldum við þaðan sem skjótast til Hveradalsins í vestari fjöllunum. Var tjaldað þar og sofið til kl. 15. Fórum þá niður Hvera- dalseggina og skoðuðum hið tröllslega kynja- land. Veður var ekki vel bjart og fremur hryss- ingslegt. Sáum þó norður til Herðubreiðar og yfir Dyngjujökul og sporð Kverkjökuls. Frá vestustu öxl Vestur-Kverkfjalla kemur allmikil rönd, sem beygir til austurs nálægt jökulsporði og stendur sem kambur talsvert fram úr nú- verandi jökuljaðri. Verður þannig lítill, sér- stæður jökull milli Kverkfjalla og randarinnar. Kl. 21 héldum við sömu leið til baka í þoku og ókum þannig að heita mátti alla leið á Grimsfjall. Þar var veður bjart, en skafrenn- ingur. Um nóttina gisti 18 manns í skálanum, en við G. J. og A. Edwins sváfum í Gusa. Laugard. 8. júní. Gott veður og milt, en skyggni ekki gott. Dyttað að skála, rutt frá snjó, en hlaðið að móbergskögglum, svo að vindur nái sér ekki undir skálagólfið. Smíðaðir set- bekkir og sitthvað fleira lagað. Skálavígsla og gleðskapur um kvöldið. Sunnud. 9. júní. Vöknuðum kl. 5 i Gusa og vöktum skálabúa. A-blástur með nokkrum skaf- renningi, kollheiður, 9 st. frost. Var nú bi'iizt til ferðar, búið á sleða og gengið frá skálagluggum og dyrum. Haldið af stað kl. 08.10. Var nú ekið í þoku og nokkurri snjómuggu, þangað til að komið var í 1150 m hæð á Tungnárjökli. Var þar glaðasólskin og ágætt skyggni. Þar var grafin snjógryfja 455 cm djúp gegnum vetrarsnjó. Kl. 19.40 vorum við komin heilu og höldnu á jökuljaðar, sem mældist í 615 m hæð. Gist var í Jökulheimum í góðu yfirlæti. Mdnudag 10. júní hélt ég lieimleiðis með Gunnari Guðmundssyni. Sama dag kom Sig- urður Þórarinsson og Ulfar Jacobsen í Jökul- heima með bílakost til heimferðar. Höfðu þeir gist við Veiðivötn um nóttina. Kom allur hóp- urinn til Reykjavíkur að kvöldi hins 11. júní, en það er afmælisclagur Guðmundar Jónasson- ar, sem jafnan hefur verið minnzt á Vatnajökli um mörg undanfarin ár. Þessi leiðangur gekk í alla staði vel og var hinn ánægjulegasti. Stórvirki má það telja, að hafa reist myndarlegan skála á Grímsfjalli. SIGURÐUR ÞÓRARI NSSON: Haustferð á Vatnajökul Vorið 1957 reisti Jöklarannsóknafélag Islands skála á Grímsfjalli, svo sem sagt hefur verið frá í annarri grein í þessu hefti. Þótt vel væri gengið frá skála þessurn var þeim, er að bygg- ingu hans stóðu, nokkur forvitni á því, hvernig honum hefði reitt af fyrsta sumarið. Sjálfur hafði ég hug á að vita, hvernig umhorfs væri á Vatnajökli og þó einkum í Grímsvatnalægð- inni um það bil sem bráðnun væri að lúka, en ég hef ekki áður átt þess kost að vera á Vatnajökli um það leyti. Auk þess er æskilegt, að sem oftast séu athugaðar breytingar þær, er verða á Grímsvötnum milli hlaupa. Það var því afráðið að skreppa upp í Grímsvötn í sept- ember 1957, og urðu fjórir þátttakendur í þeirri för: Guðmundur Jónasson, Gunnar Guð- mundsson, Magnús Jóhannsson og Sigurður Þórarinsson. Lögðu þeir Gunnar og Magnús til í ferðina snjóbíl sinn, Kraka, er fluttur var upp í Jökullieima á einum af bílum Guðmund- ar (H3). Frá Reykjavík var haldið kl. 9,30 þ. 12. september og komið í Jökulheima kl. 20,30 sama dag. Norðangarri var á og hiti um frost- mark. Kl. 9,30 næsta dag var lagt í jökulferð- ina á Kraka. Storminn hafði lægt og var veðrið þá liið ákjósanlegasta, bjart í lofti og hiti um frostmark. Sem vænta mátti var skriðjökullinn fremur seinfarinn og varð að fara ýmsar króka- leiðir milli sprungna og ishryggja, en það furðaði mig, hversu breiðar sprungur Kraki hafði sig yfir, enda var honum snilldarlega stjórnað af Gunnari. En ekki má skriðjökull- inn versna mikið til að verða illfær eða ófær bílurn að haustlagi. Hjarnmörkin á Tungnárjökli reyndust vera í um 1080 m hæð samkv. mælingu með flug- hæðarmæli og eru þá Jökulheimar taldir vera í 658 m hæð, samkv. þríhyrningamælingum Danans J. Ekholm. Fjarlægðin frá jökulrönd að hjarnmörkum var um 10 km og komumst við þangað kl. 14,35. Er upp á hjarnsvæðið kom gekk allt greiðlegar og kl. 18,45 vorum við komnir að skálanum á Svíahnúk eystri. Var þá komið ~ 9° C frost og skafrenningur af norðri. Mér virtist það ævintýri líkast, er grilla 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.