Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1957, Qupperneq 54

Jökull - 01.12.1957, Qupperneq 54
JÓN EYÞÓRSSON: Bccgisárjökull 1. ágúst 1939. J. Eyþórsson. 7. BÆGISÁRJÖKULL Syðst á Þelamörk klofnar Öxnadalur urn Staðartunguháls frá Hörgárdal og stefnir í SSV, en Bægisárdalur klofnar frá Öxnadal um Bæg- isárhnúk og stefnir í hásuður. Er dalur sá 8—10 km á lengd frá Bægisá (Ytri og Syðri) inn í dalbotn, þröngur og brattlendur. Dalbotninn er kringdur og girtur 1300—1400 metra háum fjallseggjum. Norðan að dalbotninum stendur Tröllafjall (1471), flughamrað og hvassbrýnt, en austan þess er Glerárdalur. I botni Bægisárdals er jökull nokkur um 1,5 km2 að stærð. Á Bægisá þar upptök sín. Jökul- sporður er í 980 m hæð skv. uppdrætti Islands (Bl. 63, 1930), en brúnin um 1300 m. Hvort tveggja mun vera ofreiknað um 40—50 m sam- kv. nýrri mælingum. Jökul þennan kannaði ég lítillega 1. ágúst 1939. Veður var dumbungslegt mjög um morg- uninn, er ég fór frá Akureyri, en heldur léttara yfir í Öxnadal. Kom ég snemma morguns að Syðri-Bægisá og spurði til vegar. Snorri Þórðar- son bóndi bjóst ótilkvaddur til þess að fylgja mér inn að jökli og lét þegar sækja hesta. Hef ég sjaldan átt meiri höfðingsskap að mæta á ferðum mínum. Vegna fjallaþoku varð tafsamt að finna hestana, og komumst við ekki af stað fyrr en um hádegi. Leiðin inn dal er allbrött og seinfarin. Kl. 14,30 vorum við komnir inn á efstu grös í dalbotni, og taka þar við ógrónar jökulöldur. Llefur jökull legið l'ram á þær fyrir allskömmu síðan. Brattur hjalli er nú neðan við jökul- sporðinn, en Snorri taldi, að jökullinn hefði náð fram yfir þann hjalla árið 1925(?), er hann fór þarna um í fylgd með Steingrími lækni 52 Frá Norðurlandsjöklum Úr dagbókum 1939 og 1957 (Framhald) On some alpine glaciers in the Nortliland (Continued) Matthíassyni. Riðu þeir þá upp með austan- verðum jökli upp í skarðið milli Bægisár- og Glerárdals. Sýndi Snorri mér, hvar hann minnti að jökulendinn hefði þá legið, en það er á að gizka 1000 m ofan við V-myndaðar jökulöldur, sem ná upp eftir hliðunum, og hattar þar all- mikið fyrir gróðri, en þó ekki eins greinilega og við Barkárjökul. Lítil varða (Bi) var sett á dálítinn melkoll um það bil, sem Snorri telur jökulsporð hafa verið um 1925. B^ er varða á hjallabrún um 300 m ofan við Ib. Með loftvog mældist hæð hennar 855 m yfir sjávarmál. B3 er varða á efri hjalla um 200 m frá B2. Hæð um 900 m y. s. Frá B3 að jökli mældust 40 m, en jaðarinn óglöggur vegna grjótruðnings. Rétt austan við B3 náði jökulsporðurinn um 10 m fram fyrir vörðu, en merki varð ekki sett þar vegna aurbleytu og vatnsaga. Við Snorri riðum nú upp austanverðan jökul- inn. Var þar bratt, en ekki vildi hann heyra á það minnzt að fara af baki hestunum. Hvergi vottaði fyrir teljandi sprungum. Kl. 16,15 komum við upp í skarðið milli (1435 og 1343 m tindanna) Bægisár- og Glerár- dals. Var snjólaust á skarðinu, en grjót mjög vatnsþvegið og gróður enginn. Hæðin mældist mér 1227 m. Skildum við Snorri á Skarðinu og báðum vel hvor fyrir öðrum. Enga borgun vildi hann þiggja fyrir fylgdina. Ég hélt suður af skarðinu, og varð þá fyrir djúpur dalbotn og brattur, en breiður, sléttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.