Jökull - 01.12.1962, Síða 4
Efni greinarinnar
Contents of Article
Inngangur Bls.
1. SKILGREINING ORÐA
OG HUGTAKA 2
2. VARMABÚSKAPUR 4
2.1. Tveir sérkennilegir eiginleikar
2.2. Varmajöfnuður
2.21. Geislun og uppgufun
2.22. Varmi frá árbotni
2.23. Fallorka breytist
i hitaorku
2.24. Snjókoma og lindir
3. ÍSALAGNIR ALMENNT 7
3.1. ísalagnir straumvatna
3.11. Straumharðar ár
3.12. Lygnar og djúpar ár
3.2. Isalagnir stöðuvatna
4. EINKENNI ÞJÓRSÁR 8
4.1. Jökulár
4.2. Dragár
4.3. Lindár
5. ÍSALAGNIR ÞJÓRSÁR 10
5.1. Frá upptökum við jökla að
fall- og lindasveeðinu
5.11. Tungnaá að Hófsvaði
5.12. Kaldakvisl að Sauðafelli
5.13. Þjórsá að Eyvafeni
5.2. Fall- og lindasveeðið að ármót-
um Þjórsár og Tungnaár
5.21. Tungnaá frá Hófsvaði
5.22. Kaldakvísl frá Sauðafelli
5.23. Þjórsá frá Eyvafeni
5.3. Þjórsá frá ármótunum við
Tungnaá og til hafs
5.31. Hvaða ísspangir stöðva
skriðið?
5.32. Urriðafosshrönn
5.33. Búrfellshrönn
5.34. Búðahrönn
5.35. Þjórsá austan Búrfells
6. MIÐSVETRARÍS 23
7. AURBURÐUR ÍSS 25
8. VORÍS 27
9. LOKAORÐ 28
English Summary 28
♦-----------------------------
an, heldur eins og hann birtist í öllu sínu
veldi.
Markmiðið er þríþætt:
1. Veita lesendum Jökuls almenna íræðslu
um ísa.
2. Birta athugasemdir, sem vænta má að
komi þeirn að góðu haldi, sem leggja leið
sína um vatnasvið Þjórsár að vetrarlagi.
3. Vatnamælingar raforkumálastjóra gera
fyrir hvern stað, sem ráðgert er að virkja,
svonefnda isaspá, en með því er átt við,
hvernig ætla megi, að ísalög yrðu eftir að
virkjun væri komin. Hér verða engar ísa-
spár gerðar. En eftir lestur um gang ísa-
lagna Þjórsár í heild getur hver og einn
gert sínar eigin ísaspár og á jafnframt
auðveldara með að meta ísaspár einstakra
staða.
Áður en lengra er lialdið, er í fyrsta lagi
nauðsynlegt að skilgreina nokkur orð og liug-
tök, í öðru lagi að lýsa hitabúskap og ísalögum
vatna almennt og í þriðja lagi að gera grein
fyrir vatnafræðilegum og landfræðilegum ein-
kennum árinnar.
1. SKILGREINING ORÐA OG HUGTAKA.
I Jöklaritinu 1794 leggur Sveinn Pálsson [1]
grundvöllinn að nafnakerfi íss í straumvötnum
sem hér segir:
Krapaför1) eða skrið, sem sumir kalla svo,
er ekkert annað en ísnálar eða fleinar, er
setjast á yfirborð vatnsins alls staðar þar,
sem straumur er minnstur, einkum í kyrru
frostveðri, og berst í stórum kögglum niður
eftir ánni, eins og feiknum af lausasnjó hafi
verið dyngt í hana.
Grunnstingull er eins konar íshröngl, sem
sezt fyrir á sjálfum árbotninum í miklu
frosti. Grunnstingullinn byrjar þannig, að
misstórar isþynnur setjast hlið við hlið í
straumstefnuna á sérlivern stein í botninum
í lóðréttum röðum, líkt og skegg, er fleiri
og fleiri ísþynnur setjast utan í og ofan á,
unz botninn er alsettur íshröngli, og getur
1) Kvenkynsorð eint. (fem. sing.), sbr. jaka-
íerð.. Ranglega talið hvorugkyn flt. í orðabók
Sigfúsar Blöndals.
2 JÖKULL