Jökull


Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 7

Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 7
hinir útrauðu hitageislar komast ekki upp í gegnum vatnið [4]. Auk hitastigs vatns og lofts er útgeislun háð skýjahulu; við alheiðan himin er hún mest. Ef t. d. lofthitinn er -t- 10°C, hiti árvatnsins 0°C og heiður himinn, þá er út- geislun á einum sólarhring meiri en öll inn- geislun í desember á breiddargráðum Islands. Sé loftið aftur á móti alskýjað við sömu hita- skilyrði, er varmatapið aðeins i/s af þessu. Inngeislun er óveruleg í skammdeginu og um nætur, en tekur að aukast hratt upp úr miðjum janúar. Munurinn á milli inn- og út- geislunar er varmatapið eða ágóðinn við geisl- un. Mikið varmamagn binzt við uppgufun; 596 kalóríur þarf til þess að breyta 1 g af vatri við 0°C í gufu við eina loftþyngd. Fjögur atriði ákvarða mikilleik uppgufunarinnar: vatnshiti, lofthiti og þá ekki síður rakastig loftsins og vindhraði. Varmatilfærsla við geislun hefur verið mæld viða um heini við ýmis veðurskilyrði. Niður- stöðurnar hafa t. d. verið settar fram í stærð- fræðiformálum af norska vísindamanninum O. Devik [5]. Varmastreymið er í réttu hlutfalli við flatarmál viðkomandi vatns. I vatnafræðunt er hagkvæmt að reikna það í kílókalóríum á sekúndu á ferkílómetra. TAFLA I Stærð auðs vatnsllatar, mæld í km2, sem þarf til að lækka vatnshita um 1° C í straumvatni með 100 kl/s rennsli og örfá stig yfir frostmarki. Open-water area (in lim~) of a strearn with a temperature close to 0° C and. a discharge of 100 kl/s, required to lower water temperature by 1° C. Skýjahula (0- -10) Vindhraði m/sek Lofthiti °C Air Temp. °C Cloudiness Wincl mfsec 0 10 20 30 Heiðskírt Clear (0) 1 3,0 1,5 1,0 0,8 5 2,9 1,1 0,7 0,5 Hálfskýjað Cloudy (5) 1 5,2 1,9 1,2 0.9 5 4,7 1,2 0,8 0,6 Alskýjað Overcast (10) 1 ca. 18 2,5 1,4 1,0 5 13 1,5 0,9 0,7 Þegar vatnið hefur kólnað í 0 stig eða rétt- kg af ísi á sek.; sé rennslið 200 kl/s er ísmvnd- ara sagt nokkra hundruðustu úr stigi niður fyrir 0-markið, hefst ísmyndun (Sjá nánar hér á eftir um skilyrði fyrir ískristöllun.). Meðan ísinn er næfurþunnur eða velkist í vatninu, er hægt að gera ráð fyrir sama varmatapinu áfram. Þegar taflan er athuguð, sést t. d. að varma- tapið við 20° C, heiðskírt veður og vind- hraða 1 m/s er 100000 kílókalóríur á sek á km2. Eins og áður er sagt, þarf að nema burt 80 kílókalóríur til að frysta 1 kg af vatni. Varma- tapið svarar því til þess að 1250 kg af ísi mynd- ist á km2 á sekúndu hverri. Gerum ráð fyrir að ferkílómetrinn sé 200 metra breið og 5 km löng vök í straumvatni. Þar myndast þá 1250 unin á 5 km vegalengd 0,6% af rennslinu. Hér á landi bíða mörg óleyst verkefni á sviði ísrannsókna. Senn hvað líður verður lokið við að kortleggja árfarvegina, en það er eitt af grundvallarverkefnunum. Það er ekki nóg að þekkja flatarmál hins vota farvegar hverju sinni, lieldur þarf einnig á veðurskýrslum að lialda, Javi að auk hita árvatnsins sjálfs er geislun og uppgufun liáð loíthita, skýjahulu, rakastigi og vindhraða. Engin veðurathugunarstöð er á vatnasviði Þjórsár, svo að ekki er líklegt, að unnt verði á næstunni að hefja kerfisbundna varmáreikninga fyrir þá á, nema einhvern lít- inn hluta hennar. JÖKULL 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.