Jökull - 01.12.1962, Side 10
Þegar það hefur brotnað, tekur hrönn úr skelja-
ís að hlaðast upp. I djúpum og straumhægum
ám er grunnstingull og reyndar líka skeljaís
undantekning, því að fárviðri eða algjör ládeyða
einmitt á þeirri stundu, sem allt vatnið hefur
kólnað niður í 0°, er fremur fátítt. Skeljaís er
þó til muna algengari, venjulegast er eitthvert
golugjáifur eða snjókoma, sem ýfir vatnsflötinn,
svifísmyndun á sér þá stað nálægt vatnsskorp-
unni, og fyrr en varir eru hinar hljóðlátu,
krapkenndu flygsur farnar að skríða niður ána
sem krapaför.
Haldi varmatapið stöðugt áfram hækkar ís-
breiðustigið jafnt og þétt og liggja til þess tvær
ástæður. I fyrsta lagi eykst krapaförin, en jafn-
framt vaxa höfuðisar frá bökkum og þrengja
álinn, sem krapaförin hefur til umráða. I bugð-
um og þrengslum vex ísbreiðustigið hratt. Þar
verður ísbreiðustigið fyrr einn heldur en á
hinum breiðu og reglulegu köflum. Þegar því
marki er náð, stöðvast allt skrið. Isalögnunum
fylgir óveruleg vatnsborðshækkun, en vatnsborð-
ið heldur áfram að stíga meðan ísinn þykknar.
Truflun á vatnshæðinni varir meðan ís er á
ánni.
3.2. Isalagnir stööuvatna.
Vatn er þyngst við -f 4° C, eins og áður er
sagt. Allt vatn stöðuvatna, sem er hlýrra, liggur
því nær yfirborðinu og það heitasta efst. Tök-
um sem dæmi stöðuvatn með 8—12° C yfirborðs-
liita, sem er nokkuð algengt í stöðuvötnum hér
á landi að haustinu: Yfirborðsvatnið kólnar,
þéttist og sekkur undir hlýrra vatn, sem streym-
ir stöðugt úr djúpinu til yfirborðsins. Þetta
heldur áfram þar til allt vatnið hefur kólnað
niður í 4° C. Grunn vötn hafa lítinn varma
og kólna á skömmum tíma, en þau djúpu luma
á varma fram á vetur. Þegar hinu margumtal-
aða 4 stiga marki er náð, verður skyndileg breyt-
ing. Yfirborðsvatnið heldur að vísu áfram að
kólna, en sekkur nú ekki, því að það verður
stöðugt eðlisléttara. Ismyndun er ekki langt
undan. Ein stillt frostnótt nægir til að setja
hem á allt vatnið. Rétt er að veita því athygli,
að í kyrru veðri myndast ískristallarnir sem
nálar og spjót einmitt þar, sem kælingin á sér
stað, þ. e. a. s. á yfirborðinu, og þar fá þeir að
vera i friði og vaxa saman. Varmatapið heldur
áfram með leiðslu gegnum íshemið, sem vex
á neðra borði. A vatnið kemur lagnaðarís, glœra-
svell, sem lofað er af skautamönnum.
Sé veður ókyrrt, þegar ýfirborðsvatnið liefur
kólnað niður að 0° C, verður annað uppi á
teningnum. Stöðugur öldugangur hrærir vatn-
ið, sem næst er yfirborðinu, hve langt niður er
liáð ölduhæðinni. Vatn, sem snöggvast er á
yfirborðinu og verður fyrir kælingu, er andar-
taki síðar komið i nokkurra sentímetra dvpi.
Kristallamýndun hefst, og hvílir hún á sömu
fjórurn þáttunum, sem greint var frá í sambandi
við ísalagnir straumvatna. En framhaldið verð-
ur ólíkt, því að hér nær hún ekki til botns, og
svifísinn, sem myndast, færist lítið úr stað.
Hann sveiflast til með öldunni og hrekst lítið
eitt undan vindi og fyrir honum liggur fátt, ef
frost haldast, annað en stíga til yfirborðsins og
lægja ölduna. Yfirborð vatnsins verður alsett
krapagraut, gráhvítum af loftögnum. Ef snjó-
koma er, bætist snjórinn við krapann, en snjó-
koman dregur jafnframt úr varmatapi yfir-
borðsins. Vindur nær taki á krapabreiðunni,
slítur hana iðulega í sundur og skrúfar upp í
rastir og aðrar ójöfnur, svo frýs allt saman í
hrufóttan lagnaðarís, gráis. A auðu blettina, sem
mynduðust þegar krapabreiðan slitnaði, kemur
glærís.
Það er fátítt. að tala megi um grunnstingul
í sambandi við ísalagnir stöðuvatna. Sé ofsarok,
þegar komið er að ísalögnum, er möguleiki á
myndun hans. Álandsvindur kemur á hring-
streymi, þannig að yfirborðsvatn, sem hann
hrekur upp að ströndinni, sekkur og streymir
svo frá landi með botni. Sé engin eða nær
engin svifísmyndun komin af stað, er hættan
á grunnstingli hvað mest, því að þá er mestur
möguleikinn á undirkælingu. Eftir að ískristall-
ar eru teknir að myndast, verka þeir sem kím
eða hvetjarar fyrir frekari kristöllun, eins og
áður hefur verið bent á. Ef vatnið, sem sekkur
undirkælt, er tært og rykkornalaust, kemst
kristöllunin ekki af stað, fyrr en það rekst á
botninn. Þetta getur komið fyrir allt niður á
20 metra dýpi.
4. EINKENNI ÞJÓRSÁR
Þjórsá er í senn dragá, jökulá og lindá. Sam-
spil þessara ólíku þátta ásamt hviklyndu veður-
fari ræður mestu um, hve ísalagnir Þjórsár verða
sérkennilegar og ólíkar á mismunandi stöðum
liennar. Urn lengd Þjórsár og þveráa hennar,
hæðum yfir sjó og stærðum vatnasviða og
rennslis, vísast til meðfylgjandi töflu.
8 JÖKULL