Jökull


Jökull - 01.12.1962, Side 16

Jökull - 01.12.1962, Side 16
8. mynd. Straumvök í Þjórsá undan Norðlinga- öldu. Part of Thjórsá River near Norðlingaalcla, kept open by a flow velocity above the critical value corresponcling to prevail- ing icater temperature. Photo: S. Rist. hlutann. Þannig gengur þetta koll af kolli allan veturinn. f) I vatnavöxtum kemur nokkurt jakaflug í ána. 2) Þjórsá fer fljótt að haustinu eða fyrri hluta vetrar undir ís í dalnum rnilli Búðarháls og Fitjaskóga. a) Mikið skrið er í Þjórsá ofan ármótanna, á meðan íslagnir. fara fram hið efra og áin hefur ekki lokazt enn upp með Fitja- skógum. b) Lítið skrið eftir að áin hefur lokazt und- an Fitjaskógum. d) Isinn Itrotnar upp í vatnavöxtum, og þá er mikið jakaflug í ánni. Þetta sýnir, að mikið skrið berst niður Þjórsá og að það er Tungnaá, sem leggur til bróður- partinn. Af vatna- og veðurfræðilegum ástæð- um er gangur ísalagna breytilegur innan vissra marka frá einu ári til annars, en hvar ísinn stöðvast og hraniiast upp, hvílir á landfræðileg- um aðstæðum, sem eru óbreyttar ár eftir ár, og þess vegna má, þrátt fyrir allt hviklyndi vatna og vinda, fá allglögga mynd af ísalögum árinnar. Tökum hér nokkur dæmi um, hvernig ísa- lagnir ber að. I. Mikið skrið neðan ármótanna, komið úr báðum ánum, sem er að leggja hið efra. Þótt éljagangur eða snjókoma með 4—6 stiga frosti sé á hálendinu, er hitastig ná- lægt frostmarki, þegar komið er niður fyrir 300 m hæðarlínuna. Þeim örlögum, sem þá bíða skriðsins, hefur verið lýst undir lið a) I kaflanum um Tungnaá hér að framan. 2. Gerum ráð fyrir, að árnar séu alauðar og skyndilega komi ósvikið ísmyndunarveður, hvöss, köld og heiðskir norðanátt, lágl raka- stig, mikil uppgufun og þar með ör kæl- ing. Eftir fáeinar klukkustundir er komið hátt ísbreiðustig neðan ármótanna. Hlið- stæðu ástandi er lýst undir lið b) i kaflanum um Tungnaá. Þurr froststormur leikur um yfirborð Þjórsár. Skriðið fer vaxandi eftir [jví sem neðar dregur. I fossum og kast- strengjum tætist það sundur, svo að ísinn sést vart í vatninu. A hyljum neðan slíkra staða stígur ísinn til yfirborðsins á ný, er þá sem drifhvít snjódyngja rísi hægt upp úr djúpinu, allt frá nokkrum sentímetrum upp í 2 metra og ýtist fram fosshylinn. Dyngjan lendir þá í vaxandi straumi, hún rifnar þá í stóra ískekki, þ. e. a. s. ís- breiðustigið minnkar. Þegar veður er hart, frjósa þeir skjótt á efra borði og mynda gráísjaka. í flúðum liðast þeir sundur á ný i nokkra smærri jaka eða í ískurl, en hinn ósamfrosni krapi neðan á jökunum þvæst út í vatnið og leggur eftir sem áður til aðalmagnið í skriðið, en er þá nokkuð grófkornóttari en fyrr, og þannig gengur þetta koll af kolli. Við slík veðurskilyrði, sem hér var lýst, vaxa höfuðísar hratt á hinum grunnu og jafnframt lygnu hlutum Þjórsár, t. d. undan Sandártungu, 14 JÖKULL

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.