Jökull


Jökull - 01.12.1962, Síða 18

Jökull - 01.12.1962, Síða 18
12. mynd. Sumarmynd við Urriðafoss, horft niður ána. ísinn er leifar frá síðasta vetri. Thjórsá river near Urriðafoss in summer, looking doiunstream. Remnants of last winter’s ice may be seen in the gorge (upper middle of figure). Photo: s. Rist. niður Skeið og neðan Villingaholts í Flóa. Það er rökrétt að álykta, að vatnsborðið hækki, þeg- ar mikill hluti þversniðsins fyllist ísi og vatnið hefur aðeins lítinn hluta breiddarinnar til um- ráða, enda er það svo víðast hvar i farveginum. En aðgætandi er, að vatnshæðin ætti að lækka, því að rennslið hraðminnkar einmitt í frost- um, samanber einkenni dragánna. Vatnsfyllurn- ar, sem eru að myndast hér og hvar ofar í far- veginum, ræna Þjórsá verulegum hluta rennsl- isins, með öðrum orðum, Þjórsá sjálf er að verulegum hluta dragá. Að ísinn setur vatnshæðina úr réttum skorð- um, þ. e. a. s. truflar sambandið á milli vatns- hæðar og rennslis, gerir vatnamælingamönnum ljótan grikk. Leitaðir eru uppi staðir, þar sem ís leggst sízt í farveginn, t. d. í gljúfrum, og fylgzt með vatnsborðsbreytingum þar. í flóðum eru sömu staðirnir venjulegast ekki nothæfir við vatnshæðarathuganir. Af þessu leiðir, að finna þarf, þegar áin er vatnslítil en íslaus, sam- band vatnshæða íyrir tvo eða fleiri staði. Þjórsá lokast ætíð á sömu stöðunum og nokk- urn veginn í ákveðinni röð. Áríðandi er að greina staðina í tvo flokka, eftir því hvort þeir stöðva skriðið eða ekki, eftir að isspöng er komin á. Að öðrum kosti verður gangur ísa- lagna ekki skilinn. 5.31. Hvaða isspangir stöðva skriðið? I. Isspangir á hyljum. Þœr stöðva ekki skriðið. 1. I Þjórsárholtsgljúfri, sem er aðeins 90 m breitt milli kletta, fer Þjórsá fyrst saman. Þar er straumur hægur, þegar lítið rennsli er í ánni, og því hátt ísbreiðustig, saman- ber það sem sagt er hér að framan um is- spangir á hyljum. 2. Þjófaspöng neðan við Urriðafoss, en svo nefnist ísspöng, sem kemur á fosshylinn iðulega á hinni fyrstu frostnótt. 3. Brúarspöng, en svo má nefna ísspöng í gljúfrunum neðan brúarinnar hjá Þjótanda. Þessar ísspangir eru allar af sama toga spunn- ar. I snöggu íhlaupi á ána alauða er vissa fyrir, að tvær hinar fyrstnefndu myndast strax á fyrsta sólarhringnum, en Brúarspöngin kemur aðeins, þegar mjög lítið rennsli er í ánni; að öðrum kosti er straumhraðinn of mikill. Þær ná strax sinni ákveðnu stærð, en vaxa svo ekki meira, samanber það sem sagt er um spangir hér að framan. IT. Isþekjur á breiðum, grunnum og hallalitl- um farvegum. Þœr stöðva skriðið, sem hleðst upp í hrannir, par sem halli farvegarins er meiri. 1. Á glæðunum suður við sjó strandar skriðið 16 JÖKULL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.