Jökull


Jökull - 01.12.1962, Síða 25

Jökull - 01.12.1962, Síða 25
tímum saman á vetrum. Hinn breiði og grunni, staksteinótti hraunklappafarvegur vestan Klofa- eyjar, bæði ofan og neðan eyjarinnar, er al- settur hvítum íshöttum. Yfir að líta er hann sem brokflói í fullum skrúða. Sumir íshattarnir eru sullslettur, sem frosið hafa á steinum, er standa upp úr vatni, og svo hafa skarir vaxið út yfir það svæði, sem brirnar frá steinunum. Aðrir íshattar, og þeir eru fleiri, þegar flóinn blómstrar, eru þannig til orðnir, að hörð grunn- stingulsbörð hafa vaxið upp úr vatni frá stein- um skáhallt móti straumi. Þeir eru því eigin- lega grunnstingulseyjar. En áin lokast ekki. Elöfuðástæðan eða sú, sem mestu ræður, er straumhraðinn. Vatnshraðinn er þarna 1 — 1,5 m/sek. Önnur veigamikií ástæða er, hve farveg- urinn er beinn og reglulegur. Lindavatn Tungnaár og íshellan undan Fitjaskógum og annað þvíumlíkt skiptir sáralitlu. I ósviknum norðangarra megnar varmi slíkra þátta lítils á móti kælingunni. Mikil ísmyndun á sér stað í þessum breiða farvegi, og 5—15% af rennsl- inu um Tröllkonuhlaup í slíkum veðrunr er ís. í raun og veru eykur lindavatn Tungnaár og varminn, sem fæst úr fallorkunni, stórum á ís- myndunina. Það gerist á þann hátt, að þegar frostið linar takið, ná varmagjafir þessar að stækka hinn auða vatnsflöt langt út yfir þau mörk, sem straumvakir einar myndu megna, og sköpuð eru á þann hátt ákjósanleg skilyrði fyrir mikla ísmyndun, þegar kólnar aftur í veðri. Að því er til varmans tekur, 'gildir einu, hvort hann kemur með lindavatni eða miðlunarvatni úr uppistöðu. Lindavatnið sýnir aðeins, hvers vænta megi, þegar miðlunarvatni er hleypt óbeizluðu langan veg. 6. MIÐSVETRARÍS Miðsvetrarís Þjórsár er hæpið hugtak, svo hviklynd er veðráttan. Eitt árið á miðjum vetri er Þjórsá auð upp í 600 m hæð og jafnvel allt til jökla. Jakahrannir eru á bökkum hér og hvar og landfastar leifar Búrfells- og Urriða- fosshranna skaga út í ána, sem slútandi íshamr- ar. Ari síðar er Þjórsá máske allt önnur, undir þykkum klakafeldi með nokkrar linda- og straumvakir. Helztu vakir eru: 1) a. Straum- og lindavök í Tungnaá og Þjórsá, Hðfsvað— Þjófafoss, slitin sundur af nokkrum ísbrúm á hyljum. 21. mynd. Höfundur kannar hörð grunnstingulsbörð, sem vaxa á steinum móti straumi, á hraunklappa-botninum neðan við Klofaey. Thjórsá river below Klofaey Islahd. The author is studying dense, hard anchor ice format.ions on the upstream sicle of boulclers lying on a jlat lava bottom. Photo: E. Elefsen. 22. mynd. Straum- og lindavök Tungnaár. Tungnaá river near Hald. Channel kept open by combined effects of ground-water inflow and high flow veloci.ly. Photo: S. Rist. JÖKULL 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.