Jökull - 01.12.1962, Síða 28
24. myncl. Sumarvatn í Þjórsá nálægt 500 kl/s.
liiver Thjórsá at normal dicharge in summer apfrrox. 500
k^s' Plioto: S. Rist.
25. mynd. Þurrð í Þjórsá 11. apríl 1963.
liiver Thjórsá running clry during the coldl spell on April
11, 1963.
Photo: S. Rist.
þámugur og leirborinn. Þótt ískekkirnir sýnist
dökkir, er aurinn í þeim venjulegast óveruleg-
ur í reynd. En þegar grunnstingull er lagztur
í botninn þvert yfir ána, t. d. á sléttan klappar-
botn, veiðir hann botnskriðið. Hann verður
sléttfægður á efra borði og alþakinn leir og
sandi, jafnvel smásteinum allt að fingurbjargar-
stærð. Þeir, sem bera ekki kennsl á íyrirbærið,
standa fastar á því en fótunum, að hinn aur-
þakti ís sé árbotninn sjálfur. Nægir þá að
fleygja hnullungsgrjóti út í ána til að setja
göt á grunnstingulsflókann, straumurinn tekur
þá við og flettir upp mórauðum íshnausum.
I þessu sambandi er rétt að minnast á eitt
fyrirbæri, sem algengt er inn við jökla snemma
að liaustinu, þegar sól hefur skinið á vatnið
eftir heiðríka frostnótt, en nálægt mánuði síð-
ar má sjá sama fyrirbærið í Þjórsá niður í
Flóa. Þetta eru svartir kollar, sem koma upp
úr vatninu, líkt og selshausar, og steypast síðan
yfir sig og hverfa næstum alveg undir vatns-
borðið. Þarna er grunnstingull næturinnar að
losna og tekur með sér efsta sandkornalagið
úr botni. Gæta verður þess, að ofmeta ekki
þennan þátt íssins í aurburðinum, siikum þess
að verulegur hluti sandsins, sem svörtu koll-
arnir skarta með, stafar frá botnskriði.
Veigamesti þáttur íssins í aurburðinum er
flutningsgeta jaka. Það er ekki einvörðuiigu
magn aursins, sem skiptir máli, heldur fyrst og
l'remst, hve gróft efni þeir geta flutt. Jakarnir
ýta til eða sigla með steina, sem hið rennandi
vatn fær ekki þokað tir stað án aðstoðar íssins.
Höfuðísar og land frýs saman. í vatnavöxtum
flýtur ísinn svo upp undan lyftikrafti vatnsins
og átökum straumsins. Áður er hann venjuleg-
ast meira eða minna sprunginn í fleka af völd-
um þenslu eða missigs. Á grjót- og sandeyrum
eru skilin að neðan, ekki á milli iss og aurs,
heldur á milli hins frosna og ófrosna aurs. I
brotsárinu við bakkana má fara nærri um þykkt
aurlagsins í brottsigldum jaka. I möl er það
sjaldan yfir 15 cm, en gjarnan 1/^ metri í sandi
og vikurdyngjum. I fossum og flúðum stingast
jakar á endum, svo að oft má sjá hnefastóra
steina eða stærri sigla makindalega ofan á ís-
jökunum.
Sandbornir jakar mara í kafi, eru dökkir og
sjást illa. Vatnamenn í Skaftafellssýslum kann-
ast við þá í auravötnum þar og nefna þá sand-
jaka. A þeim þarf að hafa íulla gát, þegar farið
er yfir vötnin.
26 JÖKULL