Jökull


Jökull - 01.12.1962, Side 35

Jökull - 01.12.1962, Side 35
Magnús Eyjólfsson og Eggert Ásgeirsson með ísborinn á Tungnárjökli. Ljósm.: S. Þórarinsson. skíðum niður brekkurnar norðaustur af Svía- hnúk, stirndi svo á logndrífusnjólagið, sem ný- lega hafði fallið á harðfennið, sem væri brekk- urnar demöntum stráðar. Til Kverkfjalla komum við á hádegi eftir ógleymanlega ferð yfir jökulinn. í Kverkfjöllum var síðan dvalizt til kvölds í fegursta veðri, gengið um hveradalinn og aust- ur að Kverk. í hveradalnum ber mun meira á hveragufum en áður hefur gert, þegar ég lief þangað komið. Þetta var í fimmta skiptið, sem ég kom í þann dal, í fyrsta sinni 1946. Á dalsléttunni hafði síðan vorið 1961 mynd- azt allstór, kraumandi brennisteinshver, skammt norðaustur af þeim hver, sem merktur. er töl- unni 3 á uppdrætti af Kverkfjöllum í Jökli, 3. ár, bls. 20. Samhliða hveradalnum og rétt norðvestan við hann er ung gossprunga, sem e. t. v. er yngri en hveradalssprungan. Laust fyrir kl. 17 var haldið af stað lieim- leiðis. Borað var gegnum vetrarsnjólagið á lín- unni Kverkfjöll-Svíahnúkur, 12.5 km frá skál- anum og var vetrarlagið þar rösklega 4 m þykkt. Komið í skála kl. 2 aðfaranótt 9. júní, og 12 tímum síðar var lagt af stað heimleiðis í bjart- viðri og fyrst haldið að mastrinu norðvestur af Pálsfjalli. Það stóð 260 cm upp úr snjó og vetrarákoman þar 324 cm. Úr flugvélinni áætl- uðum við hana 330 cm. Gryfja þar grafin gegn- um vetrarlagið og síðan var mastrið hækkað, svo að það stóð 533 cm upp úr. Frá toppi miðstangar að efstu gjörð 225 cm — 1. gjörð til 2. gjarðar ......... 158.5 — — 2. — — að snjó ................ 149.5 — Samtals 533 cm Frá 2. gjörð að 3. gjörð 2 m. Frá mastrinu var stefna tekin á Jökulheima og borað gegnum vetrarlagið, eftir að ekið liafði verið 5 km. Þar var lagið 320 cm. Einnig var borað 5 km vestar, og þar var það 2 m og blár ís undir. Á jökulrönd komum við kl. 2B0 að- faranótt 10. júní. Hvíldumst fram eftir í skála og sóttum svo farangur. 0.9 km frá jökulrönd settum við niður stöng ji. 1. júní. Þ. 10. höfðu bráðnað þar 48 cm = 5.3 cm/dag að meðaltali. Við boruðum hana neðar, 3.3 m. Mælt var á henni 15. júlí (Magnús Eyjólfsson), og var bráðn- un frá 10. júní 203 cm = 5.8 cm/dag. Einnig var mælt á henni 22. júlí og var bráðnun frá 15. júlí 42 cm = 6 cm/dag. Heildarbráðnun 1. júní—22. júlí 293 cm (5.7 cm/dag). Síðar um daginn athuguðum við þá fallegu túndrutígla, um 20 m í þvermál að meðaltalij sem er að finna í melunum norðaustur af Jökul- heimum. Þann 11. var haldið heim um hádegis- bil í blíðskaparveðri og komið til Reykjavíkur um kl. 22. Sigurður Þórarinsson. í hveradal Kverkfjalla. Þar rauk með mesta móti sumarið 1962. Ljósm.t S. Þórarinsson. JÖKULL 33

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.