Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1962, Qupperneq 35

Jökull - 01.12.1962, Qupperneq 35
Magnús Eyjólfsson og Eggert Ásgeirsson með ísborinn á Tungnárjökli. Ljósm.: S. Þórarinsson. skíðum niður brekkurnar norðaustur af Svía- hnúk, stirndi svo á logndrífusnjólagið, sem ný- lega hafði fallið á harðfennið, sem væri brekk- urnar demöntum stráðar. Til Kverkfjalla komum við á hádegi eftir ógleymanlega ferð yfir jökulinn. í Kverkfjöllum var síðan dvalizt til kvölds í fegursta veðri, gengið um hveradalinn og aust- ur að Kverk. í hveradalnum ber mun meira á hveragufum en áður hefur gert, þegar ég lief þangað komið. Þetta var í fimmta skiptið, sem ég kom í þann dal, í fyrsta sinni 1946. Á dalsléttunni hafði síðan vorið 1961 mynd- azt allstór, kraumandi brennisteinshver, skammt norðaustur af þeim hver, sem merktur. er töl- unni 3 á uppdrætti af Kverkfjöllum í Jökli, 3. ár, bls. 20. Samhliða hveradalnum og rétt norðvestan við hann er ung gossprunga, sem e. t. v. er yngri en hveradalssprungan. Laust fyrir kl. 17 var haldið af stað lieim- leiðis. Borað var gegnum vetrarsnjólagið á lín- unni Kverkfjöll-Svíahnúkur, 12.5 km frá skál- anum og var vetrarlagið þar rösklega 4 m þykkt. Komið í skála kl. 2 aðfaranótt 9. júní, og 12 tímum síðar var lagt af stað heimleiðis í bjart- viðri og fyrst haldið að mastrinu norðvestur af Pálsfjalli. Það stóð 260 cm upp úr snjó og vetrarákoman þar 324 cm. Úr flugvélinni áætl- uðum við hana 330 cm. Gryfja þar grafin gegn- um vetrarlagið og síðan var mastrið hækkað, svo að það stóð 533 cm upp úr. Frá toppi miðstangar að efstu gjörð 225 cm — 1. gjörð til 2. gjarðar ......... 158.5 — — 2. — — að snjó ................ 149.5 — Samtals 533 cm Frá 2. gjörð að 3. gjörð 2 m. Frá mastrinu var stefna tekin á Jökulheima og borað gegnum vetrarlagið, eftir að ekið liafði verið 5 km. Þar var lagið 320 cm. Einnig var borað 5 km vestar, og þar var það 2 m og blár ís undir. Á jökulrönd komum við kl. 2B0 að- faranótt 10. júní. Hvíldumst fram eftir í skála og sóttum svo farangur. 0.9 km frá jökulrönd settum við niður stöng ji. 1. júní. Þ. 10. höfðu bráðnað þar 48 cm = 5.3 cm/dag að meðaltali. Við boruðum hana neðar, 3.3 m. Mælt var á henni 15. júlí (Magnús Eyjólfsson), og var bráðn- un frá 10. júní 203 cm = 5.8 cm/dag. Einnig var mælt á henni 22. júlí og var bráðnun frá 15. júlí 42 cm = 6 cm/dag. Heildarbráðnun 1. júní—22. júlí 293 cm (5.7 cm/dag). Síðar um daginn athuguðum við þá fallegu túndrutígla, um 20 m í þvermál að meðaltalij sem er að finna í melunum norðaustur af Jökul- heimum. Þann 11. var haldið heim um hádegis- bil í blíðskaparveðri og komið til Reykjavíkur um kl. 22. Sigurður Þórarinsson. í hveradal Kverkfjalla. Þar rauk með mesta móti sumarið 1962. Ljósm.t S. Þórarinsson. JÖKULL 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.