Jökull


Jökull - 01.12.1962, Side 44

Jökull - 01.12.1962, Side 44
FLOSI BJÖRNSSON, KVÍSKERiUM: Fjallsárhlaupið 1962 og athuganir á lóninu í Breiöamerkurfjalli Tlie Glacier Burst in Fjallsá 1962 Hið jökulstífláða lón í Breiðamerkurfjalli, sem er orsök Fjallsárhlaupa, er á annan km á lengcl, 1200—1300 m, þegar hátt er orðið í því, breidd þess út við jökul rúmur hálfur km, en mjókkar eftir því sem innar dregur. Hefur það á síðari árum verið að lengjast út til jökulsins. Meðfram lóninu báðum megin eru brattar skriður og klettaveggur á nokkrum kafla syðra megin. Stækkar yfirborð þess því ekki að sama skapi og hækkar í því, nema innan til, þar sem botninn fer smáhækkandi. Venjulega er það að mestu þakið jakabreiðu. Er lónið tæmist, sem oftast verður í júlí— ágúst, þótt út af bregði stundum, kemur það fram í kvísl, er kemur úr jöklinum við Bæjar- sker og rennur í Fjallsá. Yfirleitt hafa Fjallsárhlaupin hagað sér líkt í áratugi, staðið yfir 2—4 daga með dálítilli jakaferð; hinir stærstu þeirra, áður en Fjallsár- lón myndaðist, þó ekki yfir 1 m2, en flestir miklu minni. Nú, er jökullinn gengur út í lónið, er jakaferð meiri, sem við er að búast, enda er þar oftast eitthvað af jökum, sem brolnað hafa úr jöklinum, og geta verið mikil Jökulbrúnin við lónið og yzti (austasti) hluti þess. Jökullinn sveigir fyrir Breiðamerkurmúla. Ljósm.: Flosi Björnsson. bákn. Allir hinir stærri jakar staðnæmast utan til í lóninu eða á grynningum, og eyðast smárn saman. Þó geta flotið allstórir jakar út fyrir jökulöldurnar í hlaupi, einkum síðan vatns- magn Breiðár bættist við. Ekki er mér kunnugt um greinilegar frásagnir af Fjallsárhlaupum frá fyrri tímum, enda mun þess ekki að vænta, því að þeim, sem slörkuðu yfir Jiikulsá, mun vart hafa vaxið þau svo mjög í augum. Aður en Fjallsá féll í fastan farveg, mun hún öðru hverju liafa verið fær frammi á aurunum, meðan hlaup stóð yfir, — félli hún sæmilega, — þótt fyrir gæti komið, að bíða þyrfti einn dag. Áður en Fjallsá hljóp að þessu sinni (24.-26. júlí), hafði nokkuð verið fylgzt með hækkun í lóninu í Breiðamerkurfjalli, meðan smíði brú- arinnar á Fjallsá stóð yfir. Þar heíði, sem vænta mátti, getað orðið bagalegt, ef hlaup kæmi í ána fyrirvaralaust. Varð því að ráði, að tilmæl- um verkstjórans við brúarsmíðina, Jónasar Gíslasonar, að láta fylgjast með hækkun lóns- ins fyrst um sinn, og var það síðan gert um það bil vikulega, unz brúarsmíðinni var langt komið (slðast 13. júlí). Fyrst var komið að lón- inu síðari hluta maí, og var þá orðið töluvert hátt í því; mun það líklega hafa náð h. u. b. einn km inn eftir dalnum. 22. maí fór ég þangað og setti upp vörður til að rniða við hækkun þess eftirleiðis. Reynd- ist hún síðan sem liér segir, frá 22. maí talið; 31. maí hækkun 170 cm, eða um 19 cm sólarhr. 7. júní 320 - - - 45,5 - 15. júní - 140 - 1 1 en 1 1 22. júní - 134 - - - 19 - 29. júní - 140 - - - 20 - - 7. júlí - 178 - - - 22 - 13. júlí - 150 - - - 25 - - 25. júlíff — 135 — - - 12 - Alls 1367 cm. Meðalt. 21 cm sólarhr. 1) Er ég fór aö athuga lónið vegna hlaupsins. 42 JÖKULL

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.