Jökull


Jökull - 01.12.1962, Síða 48

Jökull - 01.12.1962, Síða 48
þess, að Eyvindur hafi farið nærri um tilvist Grímsvatna. En um ferðir manna um Vatnajökul fyrr á öldum eru engar skráðar heimildir til. Fyrstu Islendingar, sem lögðu feið sína þvert yfir Vatnajökul, svo skjalfest sé, voru förunaut- ar Williams L. Watts hins enska, árið 1875. Einn þeirra og hinn atkvæðamesti var Páll Páls- son frá Hörgsdal á Síðu, er síðar gekk undir nafninu Páll jökull, og af honum er myndin hér að ofan. Hinir voru Kristófer Þorvaldsson frá Fossi á Síðu, Olgeir Þorsteinsson frá Króki i Meðallandi, Eyjólfur Bjarnason frá Hörgsdal og Sigurfinnur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal. Páll jöktdl Pálsson var fæddur 17. ágúst 1848 í Hörgsdal á Síðu. Foreldrar hans voru Páll snikkari Pálsson, prófasts á Prestsbakka, og kona hans, Guðrún Guðjónsdóttir. Hún var eyfirzk að ætt, systir Péturs Guðjohnsens tónskálds. Föðurbróðir Páls var séra Páll Pálsson á Prests- bakka og síðar í Þingmúla, kunnur gáfu og mælskumaður. Hafa margir þessara frænda ver- ið orðlagðir hæfileikamenn, en sumir vínhneigð- ir um of. Sumarið 1874 hittust þeir af tilviljun á Prests- bakka, W. L. Watts og Páll Pálsson. Watts ætlaði sér þá norður yfir Vatnajökul, og réðst Páll til ferðar með honum og útvegaði aðra tvo Skaftfellinga til fylgdar. Þeir lögðu upp á jökulinn 12. ágúst, og daginn eftir bar þá að jökulskeri nokkru úr hrafntinnu, sem Watts skírði þegar Pálsfjall „eftir Páli Pálssyni, sem bezt hafði gengið fram í því að greiða för mína,“ segir Watts í ferðabók sinni. Um mið- nætti voru þeir komnir á sléttuna norðvestur af Grímsvötnum og sáu báða Svíahnúka. Þeir höfðu líka fundið brennisteinsfnyk annað slag- ið um daginn, efalaust úr Grfmsvötnum, en þar hafði orðið gos veturinn 1872/73. Daginn eftir var komið hríðarveður, og treyst- ust þeir ekki að halda áfram eða biða sakir vistaskorts, en sneru við til Núpsstaðar. Sumarið 1875 kom Watts aftur til íslands. Þá komst hann norður yfir Vatnajökul með förunautum þeim, sem ofan greinir. I bréfi til ritstjóra Þjóðólfs, Matthíasar Jocli- umssonar, dags. 1. sept. 1875, segir Watts m. a.: „Með ánægju tek ég pennann til þess að efna orð mitt og gefa yður stutta skýrslu uni ferð vora yfir Vatnajökul. Og þar sem ég segi vora, en ekki rnína, þá mæli ég af heilum hug,------- — því að ég tala um mína fimm islenzku félaga eins og sjáifan mig. — Því bið ég alla að gæta þess, að hvernig sem þeir meta för vora, ber mér ekki meiri orðstír en þeim, hin- um hraustu drengjum, sem fylgdu mér og reyndu með mér háska og mannraunir." I annan stað orðlögðu fylgdarmennirnir vask- leik Watts og hugrekki. Páll jökull lærði undir skóla hjá séra Páli, föðurbróður sínurn, og var tekinn í lærða skól- ann 1866, en hætti námi eftir fjögur ár. Næstu íjögur ár stundaði hann barnakennslu í Vest- mannaeyjum. Haustið 1876 kvæntist hann Onnu Ingibjörgu Sigurbjarnardóttur prests að Kálfa- l’ellsstað og Oddnýjar Friðriku Pálsdóttur prests í Sandfelli Thorarensens. Næstu sex ár eftir voru þau hjónin við búskap í Suðursveit og víðar, en Ilytjast til Seyðisfjarðar árið 1882. Þar eiga þau heimili, unz Anna deyr 25. nóv. 1897. Eftir það leystist heimilið upp, börnin voru tekin 1 fóstur af vandamonnum og vinum, en Páll hvarf heim á æskustöðvar sínar. Arin 1905 — 1908 er hann sýsluskrifari hjá Björgvin sýsfu- manni Vigfússyni að Höfðabrekku. Þaðan flyzt hann að Pllíð undir Eyjafjöllum til Páls, hálf- bróður síns, og andast þar 21. dag júlímánaðar 1912. Þegar þeir Watts komu yfir Vatnajökul til Mývatnssveitar sumarið 1875, liittu þeir þar fyrir margt Englendinga, sem stóðu að rannsóknum og vinnslu á brennisteini. Nú var Páll vel ensku- mælandi, og mun hann næstu sumur hafa starf- að senr fylgdarmaður og aðstoðarmaður ýmissa Englendinga. A vetrurn stundaði hann barna- kennslu og verzlunarstörf, eftir að hann brá búi. Þeim sem muna Pál jökul ber saman um það, að hann hafi verið kempulegur á velli, svarthærður og rnikill yíir sig, greindur, marg- fróður og léttur í máli, en vínhneigður og lét oft vaða á súðum. Páll mun hafa víða farið um fjöll og byggðir, en varla lagt leið sína á jökla eftir ferðir sínar með Watts. Þær ferðir voru afreksverk á sínum tíma, og ber því jafnan að minnast Páls jfikuls og félaga hans með heiðri. Jón Eyþórsson. 46 JÖKULL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.