Jökull


Jökull - 01.12.1962, Page 50

Jökull - 01.12.1962, Page 50
grænar jakahliðarnar og kolniðadimm jökul- gljúfrin. Jökullinn hefur brotnað í kólfmynd- aða jaka, eigi mikla um sig, en ákaflega háa, sumir líklega 100 faðmar eða þar yfir, einkum er inn á jökulinn dregur. Sjálft jökulbergið til brúnanna mun vera um 20—40 faðma hátt, og á einurn stað, austan við Kverkárrana á Brúar- öræfum, mun það hafa verið framt í 100 faðma hátt. Hreyfing var enn í jöklinum, því að jakar voru að hrapa úr berginu hér og þar, og gnýr nokkur til jökulsins að heyra. Austan við skriðjökul þennan, suðvestur af Snæfelli, sá ég með sjónpípu í gjáarbarm inn á jöklinum, er lá langs eftir jöklinum frá austri til vesturs, og mun þar liafa sprungið fyrir á fjallsröðlinum, er undir jöklinum liggur frá austri til vesturs, og sigið lítið eitt undan brekk- unni norður á við. Þegar kemur austur á móts við Snæfell eða Þjófahnjúka, — þeir eru milli Snæfells og jökulsins, — tekur skriðjökullinn aftur við og nær austur á hamra þá, er taka upp úr jökl- inum inn af Múlaöræfum í Fljótsdal, en þar hef ég eigi komið, en aðeins séð hann langt að. Menn þeir, er séð hafa jökulinn, segja hann enn 1 gangi, og nú síðustu dagana hefur enda heyrzt jökulgnýr alla leið út í Fljótsdal, og er það þó langur vegur. Þessi jökull er lítill um sig, ein míla eða svo á breidd, en genginn álíka langt út á öræfin sem vestari jökullinn. Veruleg landspjöll múnu þeir hafa gjört lítil nema helzt á Vesturöræf- um, tekið þar af hálft Fitjahraun svo kallað, sem í voru nokkrir hagar. Vestari skriðjökull- inn nær skemmra út á öræfin vestan til, að Kverkárrana, en austan til að meðaltali líklega eina mílu eða alls báðir yfir 7 mílna svæði. Hvorug Jökulsáin, í Fljótsdal eða á Jökuldal, hefur enn náð forna farvegi sínum tir jöklin- um; fellur Jökulsá á Dal undan austurjaðri vestara skriðjökulsins, en Jökulsá í Fijótsdal undan vesturjaðri eystra jökulsins. Ormarsstöðum, 27. sept. 1890. Þ. Kjerúlf. (Áður prentað í ísafold 1890, bls. 321.) An eyewitness describes the suclden advance of Brúarjökull in 1890. See Todtmann, E. M.: Die Eisenrancllagen in Kringilsárrani von 1890 —1955. Jökull 5. ár, p. 8—10. Verður Kötlugos sagt fyrir? Forecasting Eruptions of Katla? Árið 1962 voru gerðar nokkrar efnagreining- ar á vatni úr þremur jökulám frá Mýrdalsjökli: Skálm, Múlakvísl og Fúlalcek (á Sólheimasandi). Svo virðist af þeirn efnagreiningum, sem fyrir liggja, að mjög litlar árstíðabundnar sveiflur séu fyrir hendi, Jrrátt fyrir allmikinn mun á rennsli ánna við töku sýnishorna. Munur á niðurstöðum einstakra efnagreininga liggur víðast hvar innan skekkjumarka greininganna. Heildarmagn uppleystra efna (þurrefna) í vatni undan Mýrdalsjökli er allt að því tvisvar sinn- um hærra en í öðrum jökulám, sem hafa verið efnagreindar. Til dæmis voru 52 mg/lítra þurr- efni í Þjórsá þ. 26. maí 1962, en á sama tíma voru 94 mg/1 í vatni úr Skálm og 102 mg/1 í Fúlalæk. Þessar tölur benda til þess, að allt að því helntingur uppleystra efna í afrennslis- vatni frá Mýrdalsjökli sé komið frá hveraút- streymi undir jöklinum. Eins og að líkum læt- ur, er munurinn mestur í magni bíkarbónats, HCO3, en það sem eftir er dreifist einkum á súlfat og alkalímálma. Bíkarbónat og súlfat eru Jtví efni, sem fyrst og fremst má búast við að aukist, áður en gos hefst í Kötlu. Enda þótt þessi aðferð til gosspár sé langt frá þvi að vera örugg, virðist hún sú eina, sem unrit sé að beita við Kötlu, jafnframt jarð- skjálftamælingum. Vegna Jreirrar hættu, sem Kötlugos hefur í för með sér, hefur verið í það ráðizt að gera mánaðarlegar efnagreiningar á vatni úr ofannefndum jökulám. Ofanritað er kafli úr skýrslu Guðmundar E. Sigvaldasonar um rannsóknir sínar í sambandi við Kötlugos. í næsta hefti Jökuls mun verða birt ýtarleg skýrsla um hinar merku rannsóknir hans á þessu efni. Ritstj. 48 JÖKULL

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.