Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1962, Qupperneq 50

Jökull - 01.12.1962, Qupperneq 50
grænar jakahliðarnar og kolniðadimm jökul- gljúfrin. Jökullinn hefur brotnað í kólfmynd- aða jaka, eigi mikla um sig, en ákaflega háa, sumir líklega 100 faðmar eða þar yfir, einkum er inn á jökulinn dregur. Sjálft jökulbergið til brúnanna mun vera um 20—40 faðma hátt, og á einurn stað, austan við Kverkárrana á Brúar- öræfum, mun það hafa verið framt í 100 faðma hátt. Hreyfing var enn í jöklinum, því að jakar voru að hrapa úr berginu hér og þar, og gnýr nokkur til jökulsins að heyra. Austan við skriðjökul þennan, suðvestur af Snæfelli, sá ég með sjónpípu í gjáarbarm inn á jöklinum, er lá langs eftir jöklinum frá austri til vesturs, og mun þar liafa sprungið fyrir á fjallsröðlinum, er undir jöklinum liggur frá austri til vesturs, og sigið lítið eitt undan brekk- unni norður á við. Þegar kemur austur á móts við Snæfell eða Þjófahnjúka, — þeir eru milli Snæfells og jökulsins, — tekur skriðjökullinn aftur við og nær austur á hamra þá, er taka upp úr jökl- inum inn af Múlaöræfum í Fljótsdal, en þar hef ég eigi komið, en aðeins séð hann langt að. Menn þeir, er séð hafa jökulinn, segja hann enn 1 gangi, og nú síðustu dagana hefur enda heyrzt jökulgnýr alla leið út í Fljótsdal, og er það þó langur vegur. Þessi jökull er lítill um sig, ein míla eða svo á breidd, en genginn álíka langt út á öræfin sem vestari jökullinn. Veruleg landspjöll múnu þeir hafa gjört lítil nema helzt á Vesturöræf- um, tekið þar af hálft Fitjahraun svo kallað, sem í voru nokkrir hagar. Vestari skriðjökull- inn nær skemmra út á öræfin vestan til, að Kverkárrana, en austan til að meðaltali líklega eina mílu eða alls báðir yfir 7 mílna svæði. Hvorug Jökulsáin, í Fljótsdal eða á Jökuldal, hefur enn náð forna farvegi sínum tir jöklin- um; fellur Jökulsá á Dal undan austurjaðri vestara skriðjökulsins, en Jökulsá í Fijótsdal undan vesturjaðri eystra jökulsins. Ormarsstöðum, 27. sept. 1890. Þ. Kjerúlf. (Áður prentað í ísafold 1890, bls. 321.) An eyewitness describes the suclden advance of Brúarjökull in 1890. See Todtmann, E. M.: Die Eisenrancllagen in Kringilsárrani von 1890 —1955. Jökull 5. ár, p. 8—10. Verður Kötlugos sagt fyrir? Forecasting Eruptions of Katla? Árið 1962 voru gerðar nokkrar efnagreining- ar á vatni úr þremur jökulám frá Mýrdalsjökli: Skálm, Múlakvísl og Fúlalcek (á Sólheimasandi). Svo virðist af þeirn efnagreiningum, sem fyrir liggja, að mjög litlar árstíðabundnar sveiflur séu fyrir hendi, Jrrátt fyrir allmikinn mun á rennsli ánna við töku sýnishorna. Munur á niðurstöðum einstakra efnagreininga liggur víðast hvar innan skekkjumarka greininganna. Heildarmagn uppleystra efna (þurrefna) í vatni undan Mýrdalsjökli er allt að því tvisvar sinn- um hærra en í öðrum jökulám, sem hafa verið efnagreindar. Til dæmis voru 52 mg/lítra þurr- efni í Þjórsá þ. 26. maí 1962, en á sama tíma voru 94 mg/1 í vatni úr Skálm og 102 mg/1 í Fúlalæk. Þessar tölur benda til þess, að allt að því helntingur uppleystra efna í afrennslis- vatni frá Mýrdalsjökli sé komið frá hveraút- streymi undir jöklinum. Eins og að líkum læt- ur, er munurinn mestur í magni bíkarbónats, HCO3, en það sem eftir er dreifist einkum á súlfat og alkalímálma. Bíkarbónat og súlfat eru Jtví efni, sem fyrst og fremst má búast við að aukist, áður en gos hefst í Kötlu. Enda þótt þessi aðferð til gosspár sé langt frá þvi að vera örugg, virðist hún sú eina, sem unrit sé að beita við Kötlu, jafnframt jarð- skjálftamælingum. Vegna Jreirrar hættu, sem Kötlugos hefur í för með sér, hefur verið í það ráðizt að gera mánaðarlegar efnagreiningar á vatni úr ofannefndum jökulám. Ofanritað er kafli úr skýrslu Guðmundar E. Sigvaldasonar um rannsóknir sínar í sambandi við Kötlugos. í næsta hefti Jökuls mun verða birt ýtarleg skýrsla um hinar merku rannsóknir hans á þessu efni. Ritstj. 48 JÖKULL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.