Jökull


Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 4

Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 4
INNGANGUR í Jökli 1968 ræðir Bragi Árnason stuttlega möguleika á að nota tvívetni í íslenzkum jökl- um sem mælikvarða á hitastig liðins tíma. Meðalgildi tvívetnis í úrkomu er á sérhverjum stað háð meðalárshita staðarins. Breytist hita- stigið, breytist tvívetnisstyrkur úrkomunnar einnig. Ef ekkert verður til að raska tvívetnis- styrk jökulíssins, eftir að snjórinn fellur á jökul- inn, varðveita árlög hans upplýsingar um veður- far liðinna alda. Þó getur svo farið, að veðurfarsskrá tvívetnis- ins máist út. Leysingarvatn, sem seytlar niður í gegnum þíðjökla, getur raskað svo tvívetnis- styrk íssins, að fyrrgreind spor veðurfarsins hverfi. I gaddjöklum, þar sem isinn er ávallt undir frostmarki, er ekkert leysingarvatn og tví- vetnisstyrkur íssins varðveitist því vel. Með nú- tímatækni má lesa úr íslögum slíkra jökla mik- inn fróðleik um veðurfar liðinna alda. Nú eru flestir jöklar íslands hins vegar þíð- jöklar, sennilega allir. Þegar Bragi skrifaði fyrr- nefnda grein sína, höfðu mælingar þegar sýnt, að Langjökull varðveitti a. m. k. ekki nægi- lega vel tvívetnisstyrk sinn til að úr tvívetninu mætti lesa veðurfarssveiflur liðins tíma. Ekki var þó talið vonlaust, að hitastig væri undir frostmarki i hæstu bungum Vatnajökuls og beindist því athyglin fyrst og fremst að Bárðar- bungu. Síðustu tvö ár, 1969 og 1970, hafa verið farnir þrír leiðangrar á Bárðarbungu til að ganga úr skugga um, hvort tvívetnisstyrkur íss- ins varðveittist þar nægilega vel, og til að mæla hve þykkur jökullinn væri. Verður skýrt hér frá þessum ferðum, tilgangi þeirra og árangri. MEÐALÁRSHITI OG SAMSÆTUHLUTFALL ÚRKOMU Atóm hvers frumefnis eru ekki öll eins, enda þótt efnaeiginleikar þeirra séu hinir sömu. Massi þeirra getur verið dálítið mismunandi og nefnist hvert afbrigði samsæta. Vetni er gert úr tveimur stöðugum samsætum, einvetni og tví- vetni, en af hverjum milljón frumeindum eru aðeins um 160 tvívetniseindir. Auk þess er til þriðja vetnissamsætan, þrívetni, en hún er geislavirk og er magn hennar í náttúrlegu vatni mjög lítið og mismikið. Hlutfall einvetnis og tvívetnis (samsætuhlut- fallið) í náttúrlegu vatni er mjög stöðugt, en 2 JÖKULL 20. ÁR raskast þó dálítið við t. d. uppgufun vatns og þéttingu vatnsgufu. Þegar rakur loftmassi kóln- ar, þéttist vatnsgufan smám saman úr loftinu. Vatnssameindir með tvívetni hafa meiri til- hneigingu til að leita til vatnsdropanna en þær, sem eru með einvetni. Því verður úrkoman auðugri að tvívetni en loftrakinn, sem hún myndaðist úr, og gufa loftsins verður að sjálf- sögðu snauðari en áður af tvívetni, og því snauðari sem loftið kólnar meira og meiri vatns- gufa þéttist. Meðalgildi tvivetnis í úrkomu er því á sérhverjum stað fyrst og fremst háð meðal- árshita á viðkomandi stað. Það var danski eðlisfræðingurinn Willy Dans- gaard (1953), sem benti fyrstur manna á mikil- vægi þessara samsætuskipta 1 úrkomu og hann hefur einnig haft forustu um þessar rannsóknir. Árið 1954 benti hann einnig á, að jöklar heimsskautasvæðanna geymdu væntanlega skrá um meðalhitann á jöklunum á liðnum öldum og árþúsundum (Dansgaard 1954). Mynd 1 er tekin (breytt) úr grein eftir Dans- gaard (1964), og sýnir hún meðalstyrk af súr- efni 18 (O18) á ýmsum stöðum sem fall af meðal- Mynd 1. Sambandið milli meðalársgildis S-O18 og hitastigs (Dansgaard 1964). Fig. 1. The annual mean S-O18 as a function of annual mean temperature (Dansgaard 1964).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.