Jökull


Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 24

Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 24
Heildarmynd af jökla- og veðurfarsbreyting- um fæst síðan, þegar unnt verður að tengja niðurstöður frá jöklum víða um heim við hina almennu lofthringrás. Skerfur Islendinga til þeirrar myndar er enn of rýr. Vatnafræðingar hafa lengi spreytt sig á að reikna út rennsli frá jöklum, snjóbráðnun og vorflóð frá hálendi með hjálp venjulegra veður- athugana. Ekkert einfalt samband er þó milli fyrrgreindra orkustrauma og hitastigs, rakastigs, vindhraða o. s. frv. Slíkum útreikningum er því ekki ætlað að finna öruggt (deterministic) sam- band milli orsakar og afleiðingar. Þeir eru töl- fræðilegar nálganir og lúta ekki eðlisfræðileg- um lögmálum. Við mat á niðurstöðum þarf því haldgóða þekkingu á eðli orkuskipta. Grund- völlur að þessum útreikningum eru langar, sam- bærilegar tímaraðir (homogeneous time series), en á þeim er hörgull hér á landi. Einkum á það við um hálendið. Með mælingum á orku- skiptum mætti hins vegar freista þess að reikna snjóbráðnun og síðan rennsli ánna. Minna má á, að útreikningar á orkuskiptum liafa gefizt vel við ísaspár í ám. HREYFINGAR JÖKLA Við látum nú útrætt um þá hlið jöklafræð- innar, sem lýtur að vatna- og veðurfræði og lít- um nánar á ýmsa eiginleika sjálfs jökulsins. Fyrst mun rætt um rannsóknir á venjulegri hreyfingu jökuls og síðan vikið að framhlaup- um jökla. Venjuleg hreyfing jökuls fer fram á tvennan hátt. í fyrsta lagi veldur farg jökulsins form- breytingu á isnum (ice deformation) og í öðru lagi renna jöklar eftir botni sínum (basal slid- ing). Gaddjöklar renna þó ekki, því að þeir eru fast frosnir við botn sinn. Þá lúta framhlaup jökla (surges) öðrum lögmálum. Áður en unnt var að reikna út hreyfingar jökuls af völdum formbreytingar, þurfti að finna straumlögmál íss í rannsóknarstofum. Þetta lög- mál sýnir samhengi formbreytingar og þeirrar spennu, sem henni veldur. Bretinn Nye hefur notað þetta lögmál og stærðfræðilegar kenn- ingar um þjál efni til þess að reikna út sam- hengi spennu og hreyfingar í einföldum jökli. Hér mun eingöngu minnzt á nokkrar niður- stöður. í Ijós kemur, að hraði jökuls er eink- 22 JÖKULL 20. ÁR um háður þykkt hans og halla jökulyfirborðs. Nánar sagt er hraðinn í réttu hlutfalli við þykkt í 4 veldi og meðalhalla yfirborðs í 3 veldi. Þannig skilst, hvernig jöklar hafa getað runnið upp hallandi botn. Einnig má reikna með, að margfeldi þykktar og halla sé óbreyti- legt, og því má fá nokkra hugmynd um þykkt jökuls eftir halla yfirborðs. Ef meðalhalli yfir- borðs er mikill, má ætla að jökull sé þynnri en ef hallinn væri lítill. Víkjum þá að hinum þætti hreyfingarinnar. Bandarikjamaðurinn /. Weertman hefur einkum sinnt kenningum um rennsli jökla (sjá Paterson 1969). Hann telur tvo þætti stjórna rennslinu. Önnur orsökin er bráðnun jökulíss vegna þrýst- ings við hinar smærri ójöfnur í botni þiðjökla. Hin orsökin er ör formbreyting (deformation) íss ofan við hinar stærri ójöfnur í botni jökuls. Flestir jöklafræðingar eru sammála Weertman um þessar orsakir, en deilt er um hlut hvorrar um sig í rennsli jökla. Vikið verður aftur að kenningu Weertman’s, þegar rætt verður um framhlaup jökla. MÆLINGAR Á HREYFINGU JÖKLA Mælingar á yfirborðshreyfingu jökla má fram- kvæma á einfaldan hátt með því að bora steng- ur niður í jökulinn og mæla afstöðu þeirra til fastra merkja utan við jökul. Einfaldast er að setja röð af stöngum upp miðjan jökul og nokkrar línur þvert á miðlínuna. Til þess að finna alla lárétta þætti hraðafallandans (velo- city gradient) þarf að mæla innbyrðis afstöðu fjögurra stanga í tígli; fjarlægð milli stanganna ætti að vera svipuð dýpt jökulsins. Ef mæla skal hreyfingarnar undir yfirborði, þarf að bora hol- ur niður í jökulinn, fóðra þær og fylgjast með breytingum á halla holunnar með sérstökum hallamæli. Þannig finnst láréttur hraði undir yfirborði, en ekkert tæki er enn þekkt, sem get- ur mælt lóðréttan hraða. Því fæst cnginn hraða- vektor undir yfirborði. Erfitt er að koma við mælingum á rennsli jökla. Til þess þarf annaðhvort göng undir jökul eða að bora holu gegnum hann. Athug- anir á straumlínum í ís, ísgerð og loftbólum í ís geta einnig veitt vísbendingu um rennsli jökla. Þess má loks geta, að menn hafa greint aukningu í yfirborðshraða jökvds, eftir miklar rigningar og aukið vatnsrennsli frá jökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.