Jökull


Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 15

Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 15
eftir það. Veður var mjög gott í allri ferðinni, stillt alla daga nema einn og sólskin meiri liluta tímans. Þó töfðu hrímþoka og hillingar tölu- vert hæðarmælingarnar. Nálægt miðnætti hinn 13. september var sleg- ið upp tjöldum um 5 km SV af Hamrinum. Snemma næsta morguns var hópnum skipt. Þorvaldur, Magnúsarnir og Sigurjón Rist fóru að Hamrinum til að gera þyngdarmælingar og hæðarmælingar, en Páll og Carl snéru sér að hitamælingum. Með því að hefja þyngdar- og hæðarmælingarnar við Hamarinn, fékkst mæli- staður, Jrar sem þykkt jökulsins er Jtekkt, en Jjessi staður er síðan grundvöllur útreikning- anna á þykkt jökulsins. Mæld var lína, sem lá í NA frá Hamrinum upp á Bárðarbungu, en sú lína liggur nokkrum km austan við hábung- una. Náðist að mestu að mæla þessa línu og verður væntanlega unnt að reikna út þykkt jökulsins út frá þessum mælingum, en ekki hef- ur þó verið unnið að fullu úr þeim enn. Þegar hitamælingum við tjaldstað var lokið, héldu Páll og Carl í áttina að Bárðarbungu. Nokkrum kílómetrum norðan við tjaldstaðinn komu þeir að allstórri sigdæld, sem áður mun einungis hafa verið könnuð úr lofti. Var hún athuguð nokkuð. Enn ein hitamæling var gerð í um 1620 metra hæð, en í ljósaskiptunum var komið upp á Bárðarbungu og slegið upp tjöldum. Siðar um kvöldið kom hinn snjóbíllinn þangað einnig, og var þarna bækistöð leiðangursins næstu daga eða fram til föstudags 18. september. Var þyngdar- og liæðarmælingunum haldið áfram allan þennan tíma, eins og veður frekast leyfði, og ennfremur voru gerðar þarna mjög ítarleg- ar hitamælingar. Boruð var 15 metra djúp hola til töku sýna fyrir þrívetnismælingar og til að mæla hitastigið í holunni. Eins og hér að framan hefur verið getið, var öll hitamælingatæknin prófuð vandlega í þess- um leiðangri, og staðfestu þessar mælingar áreið- anleika mæliaðferðarinnar. Mælingarnar sýndu einnig mjög skýrt, að jafnvel efst á Bárðar- bungu er jökullinn þíðjökull, jtví að frost var aðeins í efsta metranum, en þar fyrir neðan var hitastigið á frostmarki. Með þessum mælingum fékkst því algjör vissa um að Bárðarbunga er þíðjökull. A Bárðarbungu var settur upp langtíðnisend- ir til að kanna, hve vel slíkur sendir drægi. Væri þess óskað, að gera sjálfvirkar veðurfars- mælingar á jökli, væri einna heppilegast að senda niðurstöðurnar til byggða með útvarps- merkjum. Vegna breytilegs endurvarps frá jóna- hvolfinu eru slíkar merkjasendingar mjög óviss- ar, en jarðbylgja merkjanna nær mjög skammt. Því lægri sem tíðnin er, því lengra dregur jarð- bylgjan. Slíkir sendar krefjast hins vegar rnjög langra loftneta vegna langrar bylgjulengdar. Á jökli er þetta þó ekki erfitt vandamál, því að Jrar er einfaldlega hægt að leggja loftnetsþráð- inn á yfirborð jökulsins. Lengd loftnetsins var nálægt hálfri bylgjulengd eða um hálfur annar kílómetri. Vilhjálmur Þ. Kjartansson hafði hannað og séð um smíði sendis og viðtækis. Carl J. Eiríks- son sá um prófun sendisins á jökli, en Vil- hjálmur um móttöku merkjanna. Árangurinn af þessum útvarpssendingum var mjög jákvæð- ur, en frekari lýsingu er að finna í skýrslu frá Raunvísindastofnun Háskólans (Kjartansson 1970). Föstudag 18. september var haldið frá Bárðar- bungu til Grímsvatna, en þar skyldi hæð vatns- borðsins lesin. Var slegið upp tjöldum á jökul- bungunni vestan við Grímsvötn. Á laugardags- morgun var hið fegursta veður og var þá farið beint niður í vötnin við vesturenda Jreirra. Var leiðin mjög greið. Samtímis var farið að grafa gryfju og bora við tjaldstaðinn, og voru þar tekin sýni og hitastigið mælt. Þegar snjóbíllinn kom úr Grímsvötnum, hélt hann eftir nokkra dvöl að hinni miklu sigdæld norðvestan við Grímsvötn, og var hún könnuð allnákvæmlega. Um kvöldið var haldið niður af jökli. Þegar komið var að hinu óslétta belti við jaðar jökuls- ins, var beðið birtu í rúmar tvær klukkustundir, en síðan ekinn síðasti spölurinn niður af jökl- inum. Varla sást ský á himni og loftið var svo tært, að auðvelt var að ímynda sér að sjást myndi alla leið að heimsenda, ef ekki væri sú kryppa á jörðunni, sem vísindin kenna okkur. Erfitt er að hugsa sér fegurra útsýni en gat að líta ofan af jöklinum. Frá fannhvítri víðáttu Vatnajökuls blöstu við okkur Jjrír aðrir stærstu jöklar landsins. Hærri fjöll voru tekin að skrýð- ast vetrarskrúða. Einkum bar þar þó á Kerl- ingarfjöllum, sem voru orðin fannhvít niður að rótum, en Hekla var með hvíta hettu á toppnum, sem náði nokkuð niður í hlíðar. Á milli jöklanna blöstu við okkur snjólaus öræfin, JÖKULL 20. ÁR 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.