Jökull


Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 9

Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 9
loftsflösku var blásið með 5—10 kg/cm2 þrýst- ingi inn í strokkinn til að reka hitamælinn inn i vegg holunnar eða til að draga hann út aftur. Á þennan hátt var unnt að reka hitamælinn Mynd 4. Tæki til mælinga á hitastigi í vegg borholu. R: rör með innsteyptu torleiðiviðnámi. B: bulla, sem þrýstir R inn í vegg borholunnar, þegar þrýstilofti er blásið inn í strokkinn. Sl: þrýstiloftsslanga. K: kapall, tengdur við viðnám. Fig. 4. Temperature probe for measuring the temperature in the wall of a borehole. R: a steelpipe with a thermistor. B: cylinder, that presses R into the wall of the borehole, when air is pressed into the cylinder. Sl: pressure rubber tube. 4—5 cm inn í vegginn. Prófað var að reka hita- mælinn á sama hátt inn í gryfjuvegginn, og virtist hann ganga greiðlega, jafnvel inn í mjög hart hjarn. Vel gekk að rnæla hitastig borholanna með þessum hitamæli og bar mælingum vel saman við niðurstöður botnhitamælisins. Vegna þrýsti- loftskerfisins er vegghitamælirinn fyrirferðar- meiri. Enda þótt hann hafi nú leyst megin- hlutverk sitt af hendi, þ. e. að staðfesta niður- stöður botnhitamælisins, tel ég þó, að mælir af þessari gerð geti síðar komið í góðar þarfir. Sé búið að mæla hitastig í borholu með botn- hitamæli, getur komið í ljós, að æskilegt sé að kanna hitaferil hennar nokkuð nánar, t. d. að taka þéttar hitamælingar á takmörkuðum kafla. Þetta er ekki unnt að gera með botnhitamæl- inum, því að hann er einungis hægt að nota jafnóðum og borað er, en með vegghitamælin- um má að sjálfsögðu mæla hitastigið, hvar sem er í holunni. MÆLING Á ÞYKKT JÖKULSINS Að sjálfsögðu er mjög mikilvægt að vita þykkt jökulsins, áður en ráðizt er í djúpborun. Þykkt Vatnajökuls var mæld í fransk-íslenzka leiðangrinum árið 1950 (Joset og Holtzscherer 1951). Var þá ein mælingalínan lögð frá Dyngju- jökli að Hamrinum, i um 12 km fjarlægð frá hápunkti Bárðarbungu. Því miður fékkst ekki örugg niðurstaða úr þykktarmælingunum í þeim mælipunktum, sem næstir lágu hábung- unni. Mælipunktur nr. 32, sem liggur 20 km austur af hábungunni, er sá punktur, sem næst- ur liggur og gefur þykkt jökulsins með vissu. Þar mældist þykktin vera 495 metrar. Suðvestur af þessum stað er mælipunktur i 14 km fjar- lægð frá hábungunni, og virtist þykkt jökuls- ins þar vera 445 metrar, en mæliniðurstaða þessi er talin óviss. Þessar þykktarmælingar gefa vissulega mikil- vægar upplýsingar, en nauðsynlegt er að afla ítarlegri vitneskju um þykkt jökulsins. Örugg- ustu þykktarmælingarnar á jöklum eru skjálfta- mælingar sem þær, er gerðar voru í fransk- íslenzka leiðangrinum 1950. Þær krefjast hins vegar sérhæfðra tækja og mikillar vinnu. Var því gripið til annarrar aðferðar, sem notuð hef- ur verið í vaxandi mæli hin síðari ár, enda þótt hún gefi ekki jafnörugga og nákvæma JÖKULL 20. ÁR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.